BERLIN GERMANY FALL 2023 (1)-1

Með vali á BÍV22 vill brandr efla umræðu um mikilvægi góðrar vörumerkjastefnu. Útnefningu hljóta þau vörumerki sem skara framúr þegar horft er til stefnumiðaðrar vörumerkjastýringar. Ferlið byggir á akademískri og faglegri nálgun vörumerkjastjórnunar með staðfærslu sem þungamiðju.

Upplýsingatækni:
sköpuð af fólki
fyrir fólk

Origo er tilnefnt til Bestu íslensku vörumerkjanna á fyrirtækjamarkaði árið 2022. Í aðdraganda viðurkenningar athafnarinnar sem fer fram í byrjun febrúar munum við kynnast betur þeim vörumerkjum sem eru tilnefnd. Hér á eftir fylgja svör við nokkrum spurningum sem við lögðum fyrir Origo.

origo logo

Betri tækni bætir lífið

Hvað gerir vörumerkið Origo einstakt?

Origo er nýsköpunarfyrirtæki með þríþætt framboð í upplýsingatækni: rekstrarþjónustu, hugbúnað og notendabúnað. Við trúum að „betri tækni bæti lífið“ og erum stöðugt að þróa lausnir með það markmið að tryggja árangur viðskiptavina okkar. Við þróum og seljum lausnir sem eru búnar til af fólki – fyrir fólk. Sérþekking þeirra gerir okkur kleift að þjónusta yfir 30.000 viðskiptavini og snerta marga mismunandi þætti samfélagsins; fyrirtæki, opinbera aðila og einstaklinga. Við erum á stöðugri hreyfingu til að þróa áfram lausnir sem breyta leiknum fyrir viðskiptavini okkar.

Viðburðaríkt ár

Hvað eruð þið búin að gera á þessu ári sem stendur upp úr?

Árið var líklega eitt viðburðarríkasta í sögu Origo. Þar stendur salan á Tempo upp úr en hún sýnir skýrt hversu mikil verðmæti geta falist í hugbúnaðargerð og nýsköpun. Okkur þótti vænt um viðurkenningar í upplýsingatækni og jafnréttismálum en þar báru hæst verðlaun fyrir framúrskarandi nýsköpun frá Creditinfo. Origo festi sér nýja stefnu í ársbyrjun eftir að hafa unnið í henni um nokkurra mánaða skeið með starfsfólki. Samhliða þessu hefur útlit og framsetning vörumerkisins verið uppfærð, með skýrari lykilskilaboðum og aukinni áherslu á mannlega þáttinn í tækninni. Þessi stefna hefur gefið árangur og ný gildi mælast vel hjá starfsfólki.

Erfiðar ytri aðstæður

Hverjar hafa verið helstu áskoranirnar á árinu?

Umhverfið var stormasamt á köflum og eftir heimsfaraldur kom stríð og aðfangakeðjur heimsins titruðu með tilheyrandi áhrifum á viðskiptavini okkar. Samhliða eru alltaf að koma fram nýjar áskoranir í hinum stafræna heimi sem krefjast aukinnar þekkingar. Við þurfum að vera í stöðugri þróun til að bregðast við aðstæðum og skapa nýjar lausnir.

„Inbound Marketing“

Hafið þið farið nýjar leiðir til að ná til núverandi eða nýrra markhópa?

Við innleiddum nýtt CRM kerfi, Hubspot, árið 2021 og erum á fullri ferð með að nýta það til fullnustu til að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu og hjálpa þeim að ná árangri í sínum rekstri. Við höfum nýtt „inbound marketing“ meira í markaðsstarfinu. Við erum með fjölbreytta starfsemi, mörg ólík teymi, mismunandi tekjuleiðir, fjölbreytta viðskiptavini, mismunandi nálægð við viðskiptavini og jafnvel með ólíka mælikvarða til að mæla árangur. Það sem sameinar þó öll þessi teymi er að við nýtum betri tækni til að bæta líf viðskiptavina okkar.

_BIV_Viltu

Ofurhetjudagar

Hafið þið gert eitthvað skemmtilegt í ár til þess að styrkja brandið innanhúss?

Ný stefna var kynnt snemma árs og við höfum unnið mikið í kynningu og innleiðingu hennar. Nýju gildin okkar eru sett fram á skemmtilegan hátt sem „atóm“ á sífelldri hreyfingu  og við höfum unnið með þau, til dæmis við að tengja dæmisögur og árangurssögur úr starfseminni og stefnumótun á hverju sviði. Við erum stöðugt að vinna í menningunni okkar en starfsemi okkar byggir á fólki og því er menningin lykilatriði. Við höfum haldið ofurhetjudaga til að efla nýsköpun í félaginu, boðið upp á margvíslega þjálfun og fræðslu og styrkt við nýsköpun innan og utan félagsins.

Jafnrétti undirstaða nýsköpunar

Hvað hefur Origo gert í ár sem tengist sjálfbærni eða samfélagslegri ábyrgð?

Samfélagsleg ábyrgð hefur hlotið stærra vægi síðustu ár. Origo snertir með starfsemi sinni fjölbreytta anga samfélagsins og hefur þannig tækifæri til að fara fram með góðu fordæmi og efla þannig hagaðila sína til góðra verka. Við höfum skilgreint sérstök áherslusvið þar sem við getum sérstaklega haft áhrif í starfsemi okkar en þau eru nýsköpun, öryggi og heilbrigði. Nýsköpun eflist í réttlátu, öruggu og fjölbreyttu umhverfi, þess vegna eru jafnréttismál undirstaðan í sjálfbærnistefnu okkar og forsenda þess að okkur takist til. Auk innri verkefna sem tengjast umhverfis- félagslegum og stjórnarháttum höfum við einnig styrkt valin ytri verkefni.

BIV2022_merki_sv

Þann 8. febrúar verður þeim vörumerkjum sem þykja hafa skarað fram úr í stefnumiðaðari vörumerkjastjórnun veitt viðurkenning. 

Fleiri tilnefnd vörumerki

Smelltu á takkan hér fyrir neðan til þess að kynnast fleirum tilnefndum vörumerkjum!