BERLIN GERMANY FALL 2023 (1)-1

Með vali á BÍV22 vill brandr efla umræðu um mikilvægi góðrar vörumerkjastefnu. Útnefningu hljóta þau vörumerki sem skara framúr þegar horft er til stefnumiðaðrar vörumerkjastýringar. Ferlið byggir á akademískri og faglegri nálgun vörumerkjastjórnunar með staðfærslu sem þungamiðju.

Umhverfisvænni samgöngulausn

Hopp er tilnefnt til Bestu íslensku vörumerkjanna á einstaklingsmarkaði árið 2022. Í aðdraganda viðurkenningar athafnarinnar sem fer fram í byrjun febrúar munum við kynnast betur þeim vörumerkjum sem eru tilnefnd. Hér á eftir fylgja svör við nokkrum spurningum sem við lögðum fyrir Hopp.

hopp

Sérleyfi Hopp eru í 8 löndum

Hvað gerir vörumerkið Hopp einstakt?

Hopp er íslenskt vörumerki og umhverfisvæn samgöngulausn sem gefur fólki val um það hvernig það ferðast. Umhverfisgildi Hopp er það sem gerir vörumerkið einstakt ásamt því að Hopp breytir ekki bara samgöngum heldur hefur einnig áhrif á umhverfis og skipulagsmál borga og bæjarfélaga. Hopp er aðeins 3ja ára gamalt fyrirtæki og byggir tekjumódel sitt á sérleyfum (franchise). Heildar notendafjöldi Hopp er í dag kominn yfir 375.000 notendur. Hopp appið er hannað og forritað á Íslandi og er með eitt besta notendviðmót sem völ er á. Sérleyfi Hopp eru í dag orðin 29 í 8 löndum og er stefnt á að fjölga sérleyfunum enn frekar á árinu. Sérleyfismódel Hopp, ásamt viðskiptaleiðum fyrir ný sérleyfi, gerir það að verkum að sérleyfishafar eiga auðveldara með að opna á nýjum stöðum. Hopp leggur höfuðfókus á smærri svæði þar sem almenningssamgöngur eru ekki sterkar líkt og í stærri borgum. Fyrsta sérleyfi Hopp var opnað í Reykjavík 2019 og hefur það sýnt sig og sannað að borg með yfir 200.000 íbúa getur vel borið 3000 rafskútur og markmiðið er að fjölga rafdeilibílum á árinu.

„að hoppa“ er kunnugt í daglegu tali

Hvað eruð þið búin að gera á þessu ári sem stendur upp úr?

Hopp opnaði sérleyfi í fimm nýjum löndum á árinu: Pólandi, Grikklandi, Noregi, Svíþjóð og Ítalíu. Sérleyfin á Íslandi stækkuðu mörg hver flotana sína ásamt því að ný sérleyfi opnuðu á Ísafirði, Húsavík, Höfn og í Vík svo eitthvað sé nefnt. Hopp fékk aukna fjármögnun frá NEFCO (The Nordic Environment Finance Corporation) til þess að stuðla að frekar vexti á nýjum mörkuðum á næstu árum. Á árinu byrjaði Hopp að bjóða deilihagkerfi Reykjavíkur uppá rafmagnsfólksbíla með góðum árangri. Stefnt er að deilibílarnir verða um 50 talsins í lok mars og er fyrsta Teslan að koma á götuna á næstunni. Hér á Íslandi er „að hoppa“ okkur öllum kunnugt í daglegu tali þegar talað er um að fara á milli staða hvort sem farið er á rafskútu, hjóli eða bíl. Hoppa var tilnefnt sem orð ársins 2022 á RÚV. Stærsta viðurkenningin á Íslandi var að Hopp var valið samgöngufyrirtæki ársins í meðmælingu Maskinu 2022.

Vaxtaverkir, Covid og veður

Hverjar hafa verið helstu áskoranirnar á árinu?

Helstu áskoranirnar síðasta árs eru helst vaxtaverkir en halda þarf vel utan um vörumerkið, reksturinn og starfsfólkið í örum vexti fyrirtækisins. Opnun nýrra sérleyfa erlendis er einnig áskorun þar sem lönd eru með ólíkt lagaumhverfi. Covid hefur sett strik í reikninginn hjá Hopp eins og heiminum öllum sérstaklega með framleiðslu á bæði rafskútum og varahlutum. Covid hafði stór áhrif á flutningskeðjuna og þar sem Hopp þurfti að flytja mörg þúsund skútur á árinu til nokkurra landa var oft eins og að horfa á spennumynd að fylgja eftir sendingarnúmerinum hjá Samskipum! Veturinn sem við höfum glímt við á Íslandi síðan í desember hefur verið harður í horn að taka. Í Reykjavík hefur sérleyfishafi þurft að bregðast hratt við og breyta þjónustusvæðinu sínu úr 70km2 niður í um 20km2. Þjónustusvæðið mun stækka aftur um leið og snjór tekur upp.

_BIV_Viltu

Stækkun á notendahópi, verðmætara vörumerki 

Hafið þið farið nýjar leiðir til að ná til núverandi eða nýrra markhópa?

Aukin fjármögnun var fengin til að stykja ennfrekar lánastrúktúr Hopp til nýrra sérleyfa sem gerir það að verkum að auðveldara er að ná til nýrra sérleyfishafa og stækka hraðar. Með því að þróa önnur farartæki inní appið, eins og hreinorkubíla, gefur vörumerkinu forskot og eykur fjölbreytni sem stuðlar að stækkun á notendahópi og gerir vörumerkið verðmætara. Ímynd bæði í öllu markaðsefni Hopp og því sem við sendum frá okkur er allt hugsað út frá umhverfisgildum Hopp. Við leggjum áherslu á að láta markaðsefnið höfða bæði til notenda og einnig til þeirra sem nota okkur ekki með því að fræða nýja markhópa um þessa nýju samgöngulausn sem bæði rafskútan er og deilihagkerfið í heild sinni. Við höfum einnig lagt áherslu á að gefa okkur pláss í borgum bæði með því að deilibílarnir þurfa ekki að greiða sérstaklega fyrir bílastæðin og gefa rafskútunni sérmerkt stæði. Nýleg dæmi í Reykjavík eru Hopp stæðin sem eru við Grósku og hjá RÚV.

Hafa gaman eins og okkur einum er lagið

Hafið þið gert eitthvað skemmtilegt í ár til þess að styrkja brandið innanhúss?

Hopp er ungt fyrirtæki þar sem fókusinn hefur verið á að byggja upp vörumerkið út á við og eru næstu skref að styrkja vörumerkið ennfrekar innanhúss. Haldin var vinnustofa á Landhótel í haust þar sem starfsfólk Hopp kom saman og vann að stefnumótum á brandinu okkar ásamt því að hafa gaman eins og okkur einum er lagið. Tvær stærstu örflæðiráðstefnur heims voru heimsóttar í Hollandi og í USA en skemmtilegast var tilnefning á SLUSH og þátttaka á ráðstefnunni í Finnlandi Vörumerkjastjórar Hopp eru í stöðugri þjónustu við sérleyfin og eru þau að byggja upp öflugar handbækur fyrir brandið allt frá Brand Guide í flókna tæknihandbók og myndbönd um varahlutaviðgerðir. Við réðum inn Head of marketing til að taka markaðsmálin okkar fastari tökum ásamt því að halda utanum vörumerkið og styrkja það enn frekar bæði innanhúss sem og út á við. Ekkert er skemmtilegra en að kynna nýjar hugbúnaðarlausnir en hugbúnaðarteymi Hopp hefur lyft grettistaki í að efla appið fyrir sérleyfin sín þar sem bæði notendum og farartækjum fjölgaði hratt á árinu.

Alla daga ársins er unnið að sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð

Hvað hefur Hopp gert í ár sem tengist sjálfbærni eða samfélagslegri ábyrgð?

Alla daga ársins er Hopp að vinna að sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð með því að bjóða upp á umhverfisvæna samgöngulausn og frá upphafi hefur útblástur frá sérleyfum Hopp verið núll. Fókus er lagður á kolefnisspor, kolefnisjöfnun og endurnýtingu í rekstri sérleyfanna. Sem dæmi tekur Hopp virkan þátt í hönnun á rafskútunum á framleiðslustigi með það fyrir augum að gera rafskútuna sjálfbærari og endingabetri. Hopp Reykjavík rekur öflugt verkstæði þar sem lögð er höfuð áhersla á að endurnýta rafskútuna og varahluti og er engu hent sem hægt er að laga. Þekkingu frá verkstæðinu í Reykjavík er svo miðlað til annarra sérleyfa. Hopp hefur hannað og framleitt sína eigin varahluti hérlendis til að spara flutning milli landa og auka enn frekar á nýtingu. Hopp hvetur sérleyfin sín að vinna með sveitarfélögum að verkefnum tengd sjálfbærni og samfélagslegrar ábyrgðar. Sem dæmi hefur Hopp Reykjavík unnið náið með Kraft og Bleiku slaufinni og í október 2022 söfnuðum notendur Hopp 1.143.800 kr. sem rann beint til Bleiku slaufunnar. Einnig hvetur Hopp sérleyfin sín að auka lýðræðið með því að bjóða notendum að hoppa frítt á kjörstaði í kosningum.

BIV2022_merki_sv

Þann 8. febrúar verður þeim vörumerkjum sem þykja hafa skarað fram úr í stefnumiðaðari vörumerkjastjórnun veitt viðurkenning. 

Fleiri tilnefnd vörumerki

Smelltu á takkan hér fyrir neðan til þess að kynnast fleirum tilnefndum vörumerkjum!