BERLIN GERMANY FALL 2023 (1)-1

Með vali á BÍV22 vill brandr efla umræðu um mikilvægi góðrar vörumerkjastefnu. Útnefningu hljóta þau vörumerki sem skara framúr þegar horft er til stefnumiðaðrar vörumerkjastýringar. Ferlið byggir á akademískri og faglegri nálgun vörumerkjastjórnunar með staðfærslu sem þungamiðju.

Tæklum þetta
með tækninni

Advania er tilnefnt til Bestu íslensku vörumerkjanna á fyrirtækjamarkaði árið 2022. Í aðdraganda viðurkenningar athafnarinnar sem fer fram í byrjun febrúar munum við kynnast betur þeim vörumerkjum sem eru tilnefnd. Hér á eftir fylgja svör við nokkrum spurningum sem við lögðum fyrir Advania.

Advania_orginal_logo

Þjónustan og fjölbreytt flóra starfsfólks

Hvað gerir vörumerkið Advania einstakt?

Þótt Advania sem vörumerki sé aðeins rúmlega tíu ára, nær saga fyrirtækisins aftur til ársins 1939. Innan fyrirtækisins liggur mikil þekking og reynsla. Við leggjum mikinn metnað í að byggja upp og styðja við nýsköpunarhugsun í okkar fyrirtækjamenningu. Það eflir okkur í að skilja áskoranir viðskiptavina og í að finna nýjar leiðir til að leysa þær með snjallri beitingu tækninnar. Með því að sameina þekkingu og nútímalega nálgun náum við að skapa forskot og upplifun fyrir okkar viðskiptavini, með vöruúrvali sem spannar svið upplýsingatækninnar frá A til Ö.    

Það sem gerir Advania þó sannarlega einstakt er fjölbreytt flóra starfsfólks og þjónustan sem við veitum. 

Samstarfsverðlaun, haustráðstefna og átak til að auka hlut kvenna í UT

Hvað eruð þið búin að gera á þessu ári sem stendur upp úr?

2022 var viðburðaríkt en það sem stendur upp úr var; 

Haustráðstefna Advania sem var haldin í
28. skipti, en í fyrsta sinn bæði í net- og raunheimum. Yfir tvo daga fóru fram yfir fjörutíu fyrirlestrar. Sérstök áhersla var lögð á fjölbreytileika, öryggismál, sjálfbærni og gagnavísindi. 

Sambönd við okkar helstu birgja styrktust enn frekar og hlutum við samstarfsverðlaun hjá Microsoft, Dell Technologies og Cisco sem dæmi.

Við áttum frumkvæði að því að boða til umræðufundar tæknifyrirtækja í samráði við Vertonet, samtaka kvenna í upplýsingatækni. Sameiginlegt átaksverkefni til þess að auka hlut kvenna í upplýsingatækni var í kjölfarið hrint af stað. 25 fyrirtæki taka nú þátt í átakinu. Við erum fullviss um að með þessu samstillta átaki náum við að hafa raunveruleg áhrif á aukið jafnrétti og fjölbreytileika í tækni í framtíðinni. 

Október er alþjóðlegur öryggisvitundar mánuður og keyrðum við út
fræðsluherferð sem varpar ljósi á öryggisveikleika sem snúa að mannlega þættinum. Markmið herferðarinnar var að efla umræðu og öryggisvitund með því að tefla fram ólíkum öryggissyndum sem landsmenn eru líklegir að falla fyrir eða fremja, ásamt því að koma með ráð hvernig sporna má við slíkum syndum í framhaldinu. 

Miklar hreyfingar á markaði

Hverjar hafa verið helstu áskoranirnar á árinu?

Árið einkenndist af litlu atvinnuleysi og miklum hreyfingum á markaði. Það hefur kallað á skýrari nálgun í innri og ytri markaðsetningu vinnustaðarins. Sú vinna sem farið var í hefur skilað góðum árangri þar sem aldrei hefur mælst eins lág starfsmannavelta hjá Advania.  

Við viljum ráða til okkar metnaðarfullt starfsfólk af öllum kynjum. Mannauður Advania er með fjölbreyttan bakgrunn og þekkingu. Við bjóðum áhugaverð verkefni, tækifæri til starfsþróunar og frábæran starfsanda. 

Það er mikil samkeppni um tæknimenntað fólk. Í ár keyrðum við út markaðsefni sem byggt var á niðurstöðum vinnustaðakönnunar. Í könnuninni spurðum við starfsfólk; hvað finnst þér skipta mestu máli við val á vinnustað, og af hverju þú starfar hjá Advania. Niðurstöðurnar voru notaðar í að skrifa handrit og framleiða herferð til að kynna vinnustaðinn betur út á markaðinn. Einnig voru
farnar nýjar leiðir við miðlum upplýsinga á vefnum, við gerð atvinnuauglýsinga, viðveru á viðburðum og umfjöllunum í fjölmiðlum. 

_BIV_Viltu

Snöll tækninotkun

Hafið þið farið nýjar leiðir til að ná til núverandi eða nýrra markhópa?

Við höfum verið einstaklega dugleg við að vera fræðandi um allt sem viðkemur upplýsingatækni. Snjöll notkun tækninnar hefur gert okkur kleift að tryggja aðgengi með því að senda ráðstefnur, fundi og aðra viðburði beint út á netinu. Jafnvel þó viðburður sé í raunheimum, er hann einnig sendur út og/eða upptökur eru aðgengilegar eftir á. Árið 2022 héldum við yfir 40 viðburði sem flestir eru enn aðgengilegir á vefnum og jafnframt nýttir í endurmarkaðssetningu.

Góðgerðarátök, Hrósgarður og sterkur starfsandi

Hafið þið gert eitthvað skemmtilegt í ár til þess að styrkja brandið innanhúss?

Við leggjum jafn mikinn metnað í að skapa stemningu með markaðssetningu innanhús sem utan. Við framleiðum mikið magn af áhugaverðu efni sem bæði fræðir og skemmtir. Starfsandinn innan Advania er gríðarlega góður. Það hefur því reynst auðvelt að sameina þennan stóra hóp til að gera góða hluti og láta gott af sér leiða. Lífshlaupið, Hjólað í vinnuna og Reddum málinu eru bara nokkur dæmi um átök á árinu þar sem starfsfólk kom saman, sá og sigraði.

Í desember safnaði starfsfólk síðan heilu tonni af fatnaði og yfir 300 gjöfum fyrir samtök sem hjálpa fólki í neyð. Að frumkvæði starfsmanna var einnig aftur í boði að gefa andvirði jólagjafarinnar frá Advania til góðgerðamála.  

Jákvæðar aðgerðir sem þessar skapa jákvæðan anda, jákvætt viðhorf til vörumerkisins og starfsfólk eru stoltir af vinnustaðnum. Þetta hefur komið sterkt í ljós eftir að stofnaður var Hrósgarður innanhús - staður þar sem starfsfólk deilir hrósi til hvors annars frá viðskiptavinum jafnt og samstarfsfólki. 

Sjálfbærniskýrsla og kolefnishlutleysi
fyrir 2030

Hvað hefur Advania gert í ár sem tengist sjálfbærni eða samfélagslegri ábyrgð?

Advania hefur gefið út sjálfbærniskýrslu árlega síðan 2019. Skýrslan útskýrir hvernig okkur miðar í sjálfbærni og hvaða vinnu við höfum ráðist í til þess að gera betur.  

Advania leggur áherslu á að starfa í sátt við umhverfið og hefur sjónarmið umhverfisverndar og sjálfbærrar þróunar að leiðarljósi í rekstri félagsins. Við erum eitt af sjö fyrirtækjum hér á landi sem hafa ákveðið að setja sér loftlagsmarkmið sem byggja á vísindalegum viðmiðum (e. Science Based Targets). Advania mælir kolefnisspor sitt og er markvisst að byggja upp þekkingu og finna leiðir til að draga úr losun vegna rekstursins. Nýlega reiknaði fyrirtækið út heildar kolefnisspor sitt með víðtækri gagnasöfnun. Niðurstöðurnar gefa okkur verðmætt veganesti í þeirri vegferð að verða kolefnishlutlaust fyrirtæki fyrir árið 2030.

Jafnréttisstefna Advania stuðlar að jafnri stöðu starfsfólks innan samstæðu Advania og jöfnum tækifærum einstaklinga á sem flestum sviðum, óháð kyni, kynhneigð, aldri eða uppruna. Þetta á m.a. við um rétt til starfa, aðstöðu, menntunar og kjara fyrir sambærileg störf. Einnig er áhersla lögð á markvissar aðgerðir til að jafna hlut kvenna í upplýsingatækni.

BIV2022_merki_sv

Þann 8. febrúar verður þeim vörumerkjum sem þykja hafa skarað fram úr í stefnumiðaðari vörumerkjastjórnun veitt viðurkenning. 

Fleiri tilnefnd vörumerki

Smelltu á takkan hér fyrir neðan til þess að kynnast fleirum tilnefndum vörumerkjum!