BERLIN GERMANY FALL 2023 (1)-1

Með vali á BÍV22 vill brandr efla umræðu um mikilvægi góðrar vörumerkjastefnu. Útnefningu hljóta þau vörumerki sem skara framúr þegar horft er til stefnumiðaðrar vörumerkjastýringar. Ferlið byggir á akademískri og faglegri nálgun vörumerkjastjórnunar með staðfærslu sem þungamiðju.

Hinn þarfi þjónn

Alfreð er tilnefnt til Bestu íslensku vörumerkjanna á einstaklingsmarkaði árið 2022. Í aðdraganda viðurkenningar athafnarinnar sem fer fram í byrjun febrúar munum við kynnast betur þeim vörumerkjum sem eru tilnefnd. Hér á eftir fylgja svör við nokkrum spurningum sem við lögðum fyrir Alfreð.

Alfred_medium-d5d97dc8841efad8de5df8aa8699b732

Einfalt og sanngjarnt

Hvað gerir vörumerkið Alfreð einstakt?

Alfreð er fyrsta app sinnar tegundar á Íslandi. Myndmerkið er hannað fyrir snjallsíma og hefur stimplað sig rækilega inn í vitund almennings. Alfreð er vinalegur og hjálpsamur náungi sem stendur fyrir hagkvæma þjónustu og notendavænt viðmót. 

Auglýsendur greiða fyrir hvern smell og því fá atvinnurekendur nákvæmlega það sem þeir borga fyrir. Þetta einfalda og sanngjarna fyrirkomulag hefur gert það að verkum að langflest fyrirtæki á Íslandi nýta sér þjónustu Alfreðs. Það þýðir að notendur Alfreðs fá því að sjá megnið af þeim störfum sem í boði eru á hverjum tíma á einum stað. Það er ókeypis að búa til prófíl á Alfreð og með honum er hægt að sækja um starf með einum smelli. 

Alfreð hefur tvinnað saman hagkvæmar lausnir fyrir fólk og fyrirtæki sem hafa aflað vörumerkinu einstakra vinsælda. Ríflega 100 þús. virkir notendur á mánuði er einstakur árangur og hlýtur að teljast á heimsmælikvarða sé horft til smæðar þjóðarinnar. 

Á flugi í Færeyjum

Hvað eruð þið búin að gera á þessu ári sem stendur upp úr?

Nýliðið ár hélt Alfreð sínu striki við að uppfæra kerfi og þróa viðmót sitt í appinu og á vefnum. Að því leyti var árið ekki frábrugðið fyrri árum enda hefur nýsköpun og þróun verið aðalsmerki Alfreðs frá fyrsta degi. 

Af nýjungum á árinu mætti þó nefna tengingar við mannauðskerfi og rafrænar undirskriftir; hvort tveggja lausnir sem spara tíma í ráðningarferli og auðvelda lífið, bæði fyrir fólk og fyrirtæki. 

Alfreð bauð á árinu upp á pólskt viðmót fyrir notendur appsins á Íslandi,  ásamt úkraínsku viðmóti til að bjóða stríðshrjáða flóttamenn velkomna á íslenskan vinnumarkað.

Loks ber að nefna að Alfreð fór til Færeyja síðasta sumar með þeim árangri að eyjaskeggjar hafa frá því í haust notið þjónustu Alfreðs. Færeyingar eru fjórða þjóðin sem nýtir sér þjónustu Alfreðs. Færeyjar urðu þar með hluti af  framtíðaráformum Alfreðs um að fjölga tækifærum fólks með leit að störfum á milli landa. 

Starfsemi í öðrum löndum

Hverjar hafa verið helstu áskoranirnar á árinu?

Líkt og önnur fyrirtæki í heiminum þurfti Alfreð að takast á við áskoranir heimsfaraldurs í byrjun árs. Það var minni áskorun fyrir Alfreð en mörg önnur fyrirtæki þar sem rík hefð er fyrir fjarvinnu innan fyrirtækisins. 

Alfreð er fámennt fyrirtæki og því fylgja stöðugt áskoranir þar sem brýnt er að finna tíma til að sinna öllum þáttum starfseminnar. Því mætti Alfreð með því að efna til viðamikillar stefnumótunarvinnu þar sem línurnar voru lagðar fyrir næstu ár. 

Stríðsátök í Evrópu voru stór áskorun fyrir fjölda flóttafólks sem hvorki kunni íslensku né ensku. Alfreð tókst á við þá áskorun með því að koma upp  úkraínsku viðmóti fyrir notendur Alfreðs á Íslandi — á örfáum vikum. 

Ýmsar áskoranir fylgja því að byggja upp starfsemi Alfreðs í öðrum löndum. Á árinu hefur Alfreð náð góðum árangri og öðlast reynslu í að þróa skalanleg kerfi fyrir ólík tungumál og menningarsvæði.

_BIV_Viltu

Á allra vörum

Hafið þið farið nýjar leiðir til að ná til núverandi eða nýrra markhópa?

Öflugasta kynningin á Alfreð er almannarómur (e. word of mouth). Á Íslandi  ber Alfreð iðulega á góma í sömu mund og atvinnuleit. Við njótum þeirra forréttinda að vera ofarlega í huga þeirra sem vantar vinnu eða starfskraft. 

Aðaláherslan í kynningarstarfinu hefur verið á að ná til þeirra sem leita að vinnu á netinu og notendur okkar minna reglulega á Alfreð með því að deila starfsauglýsingum á samfélagsmiðlum. 

Við fórum þó nýjar slóðir í kynningarstarfi á árinu m.a. til að ná til breiðari hóps og kynntum t.d. störf og námskeið á handföngum í Strætó sem er mjög skemmtileg nýjung. Á síðasta ári setti Alfreð meira en áður í að kynna námskeiðsauglýsingar sem verið hafa í boði um nokkurt skeið. Þar eru tveir markhópar, þau sem vilja læra eitthvað nýtt og hin sem vilja auglýsa námskeið, sem Alfreð beindi sjónum sínum að á nýliðnu ári.

Allir á tánum

Hafið þið gert eitthvað skemmtilegt í ár til þess að styrkja brandið innanhúss?

Á árinu fór Alfreð í viðamikla stefnumótun þar sem farið var yfir það hvernig við viljum þróa vörumerkið til framtíðar. Stefnumótuninni lauk með því að starfsfólk og makar komu saman á hóteli úti á landi. Þar var unnið úr margra vikna stefnumótunarvinnu og strengirnir stilltir saman við mat og drykk eða með því að fara í Spa og leggja höfuð í bleyti. Það styrkti svo sannarlega bæði hópinn og brandið innanhúss.

Alfreð er alltaf á tánum, og það eru ekki orðin tóm. Eitt af því vinsælasta í kynningarefni okkar eru Alfreðs-sokkarnir þar sem lógóið okkar er á tánum. Við flíkum þessum sokkum óspart og minnum hvert annað reglulega á að vera á tánum.

Atvinna fyrir alla

Hvað hefur Alfreð gert í ár sem tengist sjálfbærni eða samfélagslegri ábyrgð?

Alfreð er í grunninn sjálfbært fyrirtæki. Þegar Alfreð kom fram á sjónarsviðið birtust starfsauglýsingar fyrst og fremst í dagblöðum en vefauglýsingar voru aukaafurð. Þessu breytti Alfreð með nýrri vöru sem dró úr vægi prentmiðla með jákvæðum áhrifum á umhverfið.  

Alfreð sparar fólki orku og tíma, ekki bara með rafrænum undirskriftum heldur  með því að bjóða notendum aðgang að velflestum starfstækifærum á einum og sama stað. Vinsældir Alfreðs hafa þannig stuðlað að sjálfbærni á vissan hátt. 

Hjá Alfreð fá allir atvinnuleitendur ókeypis aðgang og þjónustu. Það er mikilvægt fyrir samfélagslega ábyrgð að allir hafi sömu tækifæri. Alfreð sér til þess að allir fái að sjá starfstækifærin og geti sótt um með einum smelli, án tillits til stéttar, stöðu eða áskriftar að fjölmiðli. 

Alfreð fundaði á árinu með ýmsum stofnunum og félagasamtökum sem unnið hafa að því að fjölga úrræðum á vinnumarkaði. Við höfum hvatt til að auka vægi hlutastarfa og huga að sveigjanlegri störfum og starfsháttum. Alfreð styður það að öll fái að sýna hvað í þeim býr og mun halda því áfram, bæði innan fyrirtækisins og með því að hvetja önnur fyrirtæki til að gera hið sama. 

BIV2022_merki_sv

Þann 8. febrúar verður þeim vörumerkjum sem þykja hafa skarað fram úr í stefnumiðaðari vörumerkjastjórnun veitt viðurkenning. 

Fleiri tilnefnd vörumerki

Smelltu á takkan hér fyrir neðan til þess að kynnast fleirum tilnefndum vörumerkjum!