BERLIN GERMANY FALL 2023 (1)-1

Með vali á BÍV22 vill brandr efla umræðu um mikilvægi góðrar vörumerkjastefnu. Útnefningu hljóta þau vörumerki sem skara framúr þegar horft er til stefnumiðaðrar vörumerkjastýringar. Ferlið byggir á akademískri og faglegri nálgun vörumerkjastjórnunar með staðfærslu sem þungamiðju.

Ævintýraheimur fullorðna fólksins

Blush er tilnefnt til Bestu íslensku vörumerkjanna á einstaklingsmarkaði árið 2022. Í aðdraganda viðurkenningar athafnarinnar sem fer fram í byrjun febrúar munum við kynnast betur þeim vörumerkjum sem eru tilnefnd. Hér á eftir fylgja svör við nokkrum spurningum sem við lögðum fyrir Blush.

blushlogosvart

Aðgreina kynlífstæki frá klámi

Hvað gerir vörumerkið Blush einstakt?

Blush er ævintýraheimur fullorðna fólksins sem var stofnaður árið 2011 þegar fyrirtækið hóf að selja kynlífstæki. Markmið Blush í upphafi var að breyta markaðnum, taka umræðu um kynlífstæki upp á hærra plan og byggja undir heilbrigð viðhorf til kynlífs. Í dag er Blush leiðandi í sölu kynlífstækja á Íslandi og með yfirburða markaðshlutdeild.

Blush var fyrst kynlífstækjaverslana á Íslandi til að veita markvissa fræðslu um kynheilbrigði og setja andlit einstaklings við vörumerkið. Það var stofnandi Blush, Gerður Arinbjarnardóttir sem tók það hlutverk að sér og skapaði það fyrirtækinu augljósa aðgreiningu strax í upphafi og varð umræða um kynlífstæki og kynheilbrigði opnari í kjölfarið.


 Blush reynir eftir fremsta megni að aðgreina kynlífstæki frá klámi, byggir undir heilbrigð viðhorf til kynlífs og selur upplifun. Lögð er áhersla á faglega þjónustu og er virðing borin fyrir fjölbreytileika fólks og ólíkum þörfum. Samkvæmt könnunum upplifa viðskiptavinir að Blush sé notaleg kynlífstækjaverslun og það sé ekki feimnismál að versla kynlífstæki hjá Blush. 

Herferðir og viðburðir

Hvað eruð þið búin að gera á þessu ári sem stendur upp úr?

Við höfum lagt mikla áherslu á markaðsmálin okkar í ár, þó svo þau hafi alltaf verið í forgrunni að þá var lögð aukin áhersla og auka fjármagn þetta árið til að framleiða skemmtilegar herferðir, hvort sem það var í formi auglýsinga eða viðburða. Þar má nefna 

  • Blush Bingó sem haldið er til styrktar góðra málefna. 
  • Blush Skákmót, sem haldið var út frá umræðu um svindl í skákheiminum. 
  • Páskaeggjaleit þar sem mörg þúsund manns mættu til að leita af eggjum í verslun Blush. 
  • Finndu muninn: herferð sem auglýsingastofan Pipar gerði og heppnaðist gríðarlega vel. Herferðin byrjaði á því að hús Gerðar Arinbjarnar, eiganda Blush, var sett á sölu.
  • Minn unaður: herferð sem Tvist sá um þar sem við vildum sýna fjölbreytileika fólks. Þar eru viðskiptavinir Blush i forgrunni og voru um 200 manns sem sóttu um að taka þátt í herferðinni. 
  • Örvum íslenska tungu: Herferð sem Brandenburg gerði sem var hugsuð til að vekja athygli á degi íslenskrar tungu. 

Ytri aðstæður og vaxtaverkir

Hverjar hafa verið helstu áskoranirnar á árinu?

Árið hefur heilt yfir gengið mjög vel og við höfum náð okkar markmiðum, bæði þegar að kemur að markaðsstarfi og sölu. 

Það sem hefur kannksi verið mest krefjandi eru gengishækkanir í bland við almennar hækkanir á hráefni og vörum. 

Blush hefur einnig vaxið gríðarlega síðustu ár, svo við höfum verið að læra inn á það að reka talsvert stærra fyrirtæki en við erum vön bæði í sölu, starfsmannafjölda og stærra húsnæði.

_BIV_Viltu

Öðruvísi og áhugavert efni

Hafið þið farið nýjar leiðir til að ná til núverandi eða nýrra markhópa?

Nokkrir hlutir sem við höfum gert á árinu til að stækka og styrkja okkar markhóp: 

Öflugri samfélagsmiðlar: við höfum lagt extra áherslu á efnissköpun á samfélagsmiðlum, þar sem fræðsla er ávalt í forgunni en einnig höfum við lagt metnað í að skapa skemmtilegar og öðruvísi herferðir/efni sem vekja athygli og áhuga hjá mismunandi markhópum. 

Við hófum samstarf með Bleiku slaufunni þar sem við fengum tækifæri til að halda viðburði til styrktar Bleiku slaufunnar og á sama tíma ná til nýs markhóps. 

Vöruúrvalið okkar hefur aldrei vera meira og bættum við um 400 nýjum vörunúmerum við okkur árið 2022 og ættu því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. 

Allt þetta er og fleira er gert til að þjónusta og ná til núverandi og nýrra viðskiptavina. 

Sparikaffi og starfsmannaviðtöl

Hafið þið gert eitthvað skemmtilegt í ár til þess að styrkja brandið innanhúss?

Fyrr á árinu hóf mannauðsstjóri störf hjá Blush sem hefur komið inn með frábærar umbætur og hugmyndir hvernig við getum gert Blush að enn betri vinnustað. 

Þar má nefna regluleg starfsmannaviðtöl, betra skipulag og skýrir verkferlar. Einnig var tekið upp skannakerfi á lagernum okkar sem auðveldar týnslu á netpöntunum og lágmarkar mistök. 

Við erum með vikulega starfsmannafundi sem eru fjölbreyttir, suma föstudaga fáum við fræðslu um vörur frá birgjum á meðan aðra föstudaga erum við með "sparikaffi" og tökum okkur stund til að spjalla og kynnast. Við sjáum að allt þetta hefur hjálpað til við að viðhalda jákvæðum starfsanda og á sama tíma auðvelda öllum vinnuna sína sem skilar sér svo í bættri þjónustu til viðskiptavina.

Samstarf með Plastplan

Hvað hefur Blush gert í ár sem tengist sjálfbærni eða samfélagslegri ábyrgð?

Fyrirtækið tók mikilvægt skref á síðasta ári í átt að samfélagslegri ábyrgð og sjálfbærni í rekstri með innleiðingu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Blush valdi sér þrjú af heimsmarkmiðunum sem tengjast beint eðli starfseminnar og leggur sérstaka áherslu á þau í starfi sínu.

Frá upphafi hefur stór hluti starfseminnar snúið að fræðslu í formi viðburða sem hafa að mestu leyti verið haldnir til stuðnings góðum málefnum í þágu samfélagsins s.s. fyrir starfsfólk í heilbrigðisgeiranum, ungmenni, sjúklinga í endurhæfingu og ýmsa jaðarhópa. Ár hvert styður Blush fjölda góðra málefna og hefur fyrirtækið staðið fyrir fjáröflunum t.d. með góðgerðarbingóum og viðburðum fyrir Bleiku slaufuna. Blush gefur einnig fría smokka til allra sem þess óska og er það liður í að reyna að sporna við dreifingu kynsjúkdóma. Smokkarnir hafa t.d. farið til skóla, félagsmiðstöðva, til Frú Ragnheiðar og til Kvennaathvarfsins.

Frá árinu 2017 hefur Blush tekist að minnka plast um 90%. Allt sorp frá fyrirtækinu er flokkað og er nú markviss vinna í gangi með Plastplan í að endurnýta sem mest af því plasti sem fellur til vegna umbúða af kynlífstækjum og er það einstaklega skemmtilegt verkefni, sem viðskiptavinir Blush geta séð afraksturinn af í verslun okkar á Dalvegi 32. 

BIV2022_merki_sv

Þann 8. febrúar verður þeim vörumerkjum sem þykja hafa skarað fram úr í stefnumiðaðari vörumerkjastjórnun veitt viðurkenning. 

Fleiri tilnefnd vörumerki

Smelltu á takkan hér fyrir neðan til þess að kynnast fleirum tilnefndum vörumerkjum!