BERLIN GERMANY FALL 2023 (1)-1

Með vali á BÍV22 vill brandr efla umræðu um mikilvægi góðrar vörumerkjastefnu. Útnefningu hljóta þau vörumerki sem skara framúr þegar horft er til stefnumiðaðrar vörumerkjastýringar. Ferlið byggir á akademískri og faglegri nálgun vörumerkjastjórnunar með staðfærslu sem þungamiðju.

Allt fyrir fjölskylduna
á einum stað

Boozt er tilnefnt til Bestu íslensku vörumerkjanna sem besta alþjóðlega vörumerkið á Íslandi árið 2022. Í aðdraganda viðurkenningar athafnarinnar sem fer fram í byrjun febrúar munum við kynnast betur þeim vörumerkjum sem eru tilnefnd. Hér á eftir fylgja svör við nokkrum spurningum sem við lögðum fyrir Boozt.

Boozt_corporate_logo

Einstök verslunarupplifun

Hvað gerir vörumerkið Boozt einstakt?

Boozt býður viðskiptavinum sínum upp á einstaka verslunarupplifun sem er allt í senn, þægileg, auðveld, fljótleg og hagstæð ásamt mjög háu þjónustustigi, snöggri og öruggri afhendingu og auðveldum skilum. Boozt er ein stærsta netverslun Norðurlandanna og þar finnur þú mjög fjölbreytt úrval þekktra vörumerkja í tísku-, barna-, íþrótta-, snyrti- og heimilisvörum, þannig að viðskiptavinurinn getur keypt allt fyrir alla fjölskylduna á einum stað í einni heimsókn, hvort sem pantað er í tölvu eða snjalltæki.
Boozt er tæknifyrirtæki í grunninn og byggir stefna Boozt á sérsniðnum tæknilausnum fyrir alla helstu ferla sem lúta að viðskiptum og viðskiptavinum. Reksturinn byggir á samhæfðum tæknigrunni og allar viðskiptalegar aðgerðir miðast við þennan samhæfða grunn og þannig höfum við náð að byggja upp stóran og tryggan hóp viðskiptavina sem hefur gert Boozt að sínum fyrsta viðkomustað ef kaupa skal fatnað, snyrtivörur, skó og heimilisvörur.
Sama hvar þú ert eða hvar þú býrð – þá er upplifunin alltaf auðveld og snögg.

Óvissuverkefni sem varð að innblæstri

Hvað eruð þið búin að gera á þessu ári sem stendur upp úr?

Það sem stendur upp úr eru móttökurnar sem við höfum fengið síðan við opnuðum Boozt.com á íslandi fyrir rúmlega einu og hálfu ári, þær hafa farið langt fram úr okkar björtustu vonum. Íslendingar hafa tekið alveg einstaklega vel á móti okkur, þannig að í dag erum við vinsælasta vefverslunin á Íslandi þegar kemur að kaupum á fatnaði, skóm, og heimilisvörum.
Það sem byrjaði sem lítið óvissuverkefni hefur orðið að innblæstri fyrir því hvernig við horfum til nýrra markaða og hvaða móttökum við óskum eftir frá nýjum markhópum.

Breytt neytendahegðun og nýjar stefnur

Hverjar hafa verið helstu áskoranirnar á árinu?

Við byrjuðum árið á því að búast við góðu gengi og vorum með miklar væntingar, en sáum fljótt að það væri líklega ekki að fara verða raunin þegar neytendahegðun tók að breytast í byrjun febrúar, síðar í sama mánuði fékk heimurinn fréttir af innrás Rússa í Úkraínu og verðbólgan hækkaði enn frekar og neytendaviðhorf var sögulega lágt. Við þurftum að finna nýjar leiðir til að mæta breyttum forsendum, því við hjá Boozt viljum alltaf uppfylla þarfir viðskiptavina okkar. Nýjar stefnur skiluðu sem betur fer árangri og við náðum nýjum og aðlöguðum markmiðum og áttum betra ár en flestir samkeppnisaðilar okkar.

_BIV_Viltu

„Svörtudagur“ og HSÍ

Hafið þið farið nýjar leiðir til að ná til núverandi eða nýrra markhópa?

Við höfum lagt mikla vinnu í að gera betur fyrir íslenska markhópinn / viðskiptahópinn okkar með því að þýða vefverslunina okkar ásamt öllu markaðsefni yfir á íslensku, við gengum það langt að þýða okkar stærstu herferð  ´Black Friday´ í ´Svörtudag´ og styðja þannig einnig við íslenska tungu. Íslenska samfélagið skiptir okkur miklu máli, og við erum sérstaklega stolt af því að hafa, í lok árs, klárað samningaviðræður við HSÍ um að gerast einn af aðal styrktaraðilum þeirra, sem við tilkynntum þegar strákarnir héldu út á heimsmeistaramótið. Í gegnum styrktarverkefni okkar viljum við leiða fólk saman og láta gott af okkur leiða til nærsamfélagsins.

Inspired with Boozt

Hafið þið gert eitthvað skemmtilegt í ár til þess að styrkja brandið innanhúss?

Um mitt ár hófum við nýtt framtak sem heitir 'Inspired with Boozt' þar sem við bjóðum starfsfólki okkar á röð fræðandi jafnt sem hvetjandi viðburða sem hannaðir eru sérstaklega fyrir þá, þetta er t.d. hugarfars- og hvatningarnámskeið, leiðtogaspjall, PI próf fyrir alla sem gefur innsýn í eigin persónuleika og hvernig á að vinna með samstarfsfólki, og einnig er hægt að skrá sig í hádegismat með forstjóranum. Hugsunin á bak við þetta framtak er að efla orku, framþróun, starfsánægju og þekkingu starfsfólks Boozt.

Nýtum norræna stöðu okkar til að þrýsta á sjálfbærni í iðnaðinum

Hvað hefur Boozt gert í ár sem tengist sjálfbærni eða samfélagslegri ábyrgð?

Sjálfbærni er óaðskiljanlegur þáttur í langtíma velgengni okkar svo við getum tryggt að við mætum þörfum viðskiptavina, samfélagsins og náttúrunnar. Við gerum okkur grein fyrir því að iðnaðurinn sem við tilheyrum er ekki sá sjálfbærasti og því skiptir það okkur miklu máli að við nýtum norræna stöðu okkar, stærð og tæknilega þekkingu til þrýsta á sjálfbærni í iðnaðinum, það gerum við með því að bjóða viðskiptavinum einfalda og sjálfbæra valkosti og deila um leið því sem vel er gert með samstarfsaðilum okkar þannig að þeir geti gert betur og stækkað þannig með okkur. Einnig erum við með vöruflokka á borð við „Made With Care“ á Boozt.com sem hafa það að markmiði að auðvelda viðskiptavinum að finna vörur sem samræmast þeirra eigin gildum, en líka til að veita upplýsingar fyrir þá viðskiptavini sem vilja fræðast um hið flókna umfjöllunarefni sem sjálfbærni er.

BIV2022_merki_sv

Þann 8. febrúar verður þeim vörumerkjum sem þykja hafa skarað fram úr í stefnumiðaðari vörumerkjastjórnun veitt viðurkenning. 

Fleiri tilnefnd vörumerki

Smelltu á takkan hér fyrir neðan til þess að kynnast fleirum tilnefndum vörumerkjum!