BERLIN GERMANY FALL 2023 (1)-1

Með vali á BÍV22 vill brandr efla umræðu um mikilvægi góðrar vörumerkjastefnu. Útnefningu hljóta þau vörumerki sem skara framúr þegar horft er til stefnumiðaðrar vörumerkjastýringar. Ferlið byggir á akademískri og faglegri nálgun vörumerkjastjórnunar með staðfærslu sem þungamiðju.

Árangursdrifnar hugmyndir

Brandenburg er tilnefnt til Bestu íslensku vörumerkjanna á fyrirtækjamarkaði árið 2022. Í aðdraganda viðurkenningar athafnarinnar sem fer fram í byrjun febrúar munum við kynnast betur þeim vörumerkjum sem eru tilnefnd. Hér á eftir fylgja svör við nokkrum spurningum sem við lögðum fyrir Brandenburg.

BRANDENBURG_Merki_2022

Hugmyndir eru kjarninn

Hvað gerir vörumerkið Brandenburg einstakt?

Brandenburg hefur alla tíð staðið fyrir árangursdrifnar hugmyndir, vandaða hönnun, fagmennsku og óbilandi metnað. Stofan er margverðlaunuð og verk hennar og starfsfólk vekja stöðugt athygli fyrir hugmyndaríki, drifsku og nýjar leiðir til að fanga athygli.

Stórafmæli

Hvað eruð þið búin að gera á þessu ári sem stendur upp úr?

Stofan varð 10 ára árið 2022 og héldum við áfram að vinna af krafti fyrir viðskiptavini okkar. Nova pönkaðist í öryggismarkaðnum með stéttarfélagi innbrotsþjófa og Blush tók yfir dag íslenskrar tungu með nýjum heitum á ýmsum unaðstækjum- og tólum. Farið var í umfangsmikla strategíuvinnu fyrir VÍS  þar sem vörumerkið var tekið til gagngerrar endurskoðunar. Sömuleiðis var jólaherferð Krónunnar byggð á umfangsmiklum rannsóknum og strategíuvinnu. Þá höfum við unnið með Íslandstofu að strategíu og markaðssetningu fyrir íslenskan fisk á erlendum mörkuðum.

Barátta fyrir virði hugmyndavinnu

Hverjar hafa verið helstu áskoranirnar á árinu?

Stærsta áskorunin á hverju ári er að efla reksturinn og auka virði þeirrar þjónustu sem við bjóðum. Árangusdrifnar hugmyndir, hönnun, strategíu, framkvæmd og eftirfylgni. Auk þess berjumst við stöðugt fyrir virði hugmyndavinnu, vörumerkjauppbyggingar og góðs undirbúnings áður en haldið er af stað í verkefni. Það er stöðug vinna.

Strategía og rannsóknir

Hafið þið farið nýjar leiðir til að ná til núverandi eða nýrra markhópa?

Við höfum eflt til muna undirbúning stærri verkefna og styrkt þau vörumerki sem við vinnum með, með strategíuvinnu og rannsóknum. Þannig fáum við nauðsynlegt innsæi sem við nýtum áfram í hugmyndavinnu. Við höfum á árinu kynnt okkar vinnumódel fyrir fjölmörgum fyrirtækjum, sem mörg hafa í kjölfarið ákveðið að vinna með okkur.

_BIV_Viltu

Stoltir starfsmenn

Hafið þið gert eitthvað skemmtilegt í ár til þess að styrkja brandið innanhúss?

Það sem stóð uppúr var 10 ára afmæli stofunnar og í kjölfarið fórum við í stefnumótun og endurmörkun á eigin vörumerki. Við kynntum síðan nýjar áherslur á afmæli Brandenburgar sem við héldum á eftirminnilegan hátt í Grósku, þar sem við erum til húsa. Við útbjuggum 400 bls. bók  með helstu verkum stofunnar og dreifðum á viðskiptavini, stjórnendur og markaðsstjóra. Við trúum á öfluga liðsheild og reynum stöðugt að styrkja hópinn okkar, sem er stoltur af vinnustaðnum.

Pro bono verkefni

Hvað hefur Brandenburg gert í ár sem tengist sjálfbærni eða samfélagslegri ábyrgð?

Við höfum alla tíð verið mjög meðvituð um umhverfið í okkar rekstri. Flokkað og sýnt ráðdeild í öllum innkaupum á aðföngum og ráðlagt um minni sóun, óþarfa prentun og dreifingu fjölpósts og annars auglýsingaefnis. Við unnum lengi með Sorpu að því að kynna flokkun og höfum unnið að ýmsum samfélagsverkefnum Nýleg dæmi eru Römpum upp Ísland, Votlendissjóður, Einstök börn, Amnesty International, Mottumars, Bleika slaufan. Allt eru þetta verkefni sem eru unnin pro bono, eða með verulegum afslætti. Við höfum unnið með viðskiptavinum okkar í að koma áherslum sínum á framfæri og aðstoðað þá við að nýta tækifæri — sem dæmi má nefna vegferð Nova í geðrækt og góðgerðapizzu Domino’s.

BIV2022_merki_sv

Þann 8. febrúar verður þeim vörumerkjum sem þykja hafa skarað fram úr í stefnumiðaðari vörumerkjastjórnun veitt viðurkenning. 

Fleiri tilnefnd vörumerki

Smelltu á takkan hér fyrir neðan til þess að kynnast fleirum tilnefndum vörumerkjum!