BERLIN GERMANY FALL 2023 (1)-1

Með vali á BÍV22 vill brandr efla umræðu um mikilvægi góðrar vörumerkjastefnu. Útnefningu hljóta þau vörumerki sem skara framúr þegar horft er til stefnumiðaðrar vörumerkjastýringar. Ferlið byggir á akademískri og faglegri nálgun vörumerkjastjórnunar með staðfærslu sem þungamiðju.

Höfum gert þetta saman í 60 ár

BYKO er tilnefnt til Bestu íslensku vörumerkjanna á fyrirtækjamarkaði árið 2022. Í aðdraganda viðurkenningar athafnarinnar sem fer fram í byrjun febrúar munum við kynnast betur þeim vörumerkjum sem eru tilnefnd. Hér á eftir fylgja svör við nokkrum spurningum sem við lögðum fyrir BYKO.

BYKO-blatt-gul-lina

Heildarupplifun 

Hvað gerir vörumerkið BYKO einstakt?

Grunnstoðir BYKO eru vel skilgreindar og byggja á ítarlegri stefnumótunar vinnu sem hófst í desember 2020 og lauk í maí 2021. Hjá BYKO er viðskiptavinurinn miðja alls og endurspeglast það í framtíðarsýn fyrirtækisins um að „skapa bestu heildarupplifun viðskiptavinar í framkvæmdum og fegrun heimilisins”, slagorði BYKO „Gerum þetta saman“ og loforðinu „það er einfaldast að versla í BYKO“. Við drögum þetta þrennt saman í eitt og höfum  að leiðarljósi í markaðsefni, þar sem tónn, slagorð og loforð BYKO sker sig frá samkeppninni. Ekki er um innantóm orð að ræða enda hefur BYKO fengið  viðurkenningu Ánægjuvogarinnar fyrir að eiga ánægðustu viðskiptavini á byggingavörumarkaði síðastliðin 5 ár.  

Taka frumkvæði í samtalinu

Hvað eruð þið búin að gera á þessu ári sem stendur upp úr?

Á árinu fagnaði BYKO 60 ára afmæli sínu. Unnin var heildræn 360 gráðu, heils árs markaðsherferð sem talaði bæði við fagaðila og einstaklinga í samstarfi við Hvíta húsið. Lagt var upp með þrjár lykil áherslur:  

  • Að fagna 60 ára afmæli BYKO á þann hátt að það styrki ímynd  vörumerkisins á markaðnum.  
  • Að fólk upplifi BYKO sem traust vörumerki sem á sér langa sögu en er á sama tíma nýjungagjarnt.  
  • Að tala til sem flestra hópa í einu í þeim aðgerðum sem tengjast afmælinu og sýna að viðskiptavinurinn er alltaf í fyrsta sæti hjá BYKO.  

Herferðin byggði á því að BYKO hafi verið hluti af íslensku samfélagi í 60 ár. Með stórum jafnt sem smáum hugmyndum byggjum við upp íslenskt samfélag í sameiningu. Markmið herferðarinnar var að fá Íslendinga sem hafa áhuga á framkvæmdum og fegrun heimilisins til að staldra við og taka  betur eftir umhverfi sínu. Við drógum fram áhugaverða hluti sem BYKO hefur komið að eða hefur sérþekkingu á til að vekja athygli fólks á því sem er í kringum það. Þannig vildum við veita innblástur og taka frumkvæðið í samtalinu um framkvæmdir, sjálfbærni í byggingariðnaði og allt sem  viðkemur heimilinu. Kjarni alls þessa varð að slagorðinu: „Við höfum gert þetta saman í 60 ár og hlökkum til framtíðarinnar“.  

BYKO tók einnig þátt á stórsýningunni Verk og Vit þar sem u.þ.b. 100 aðilar í íslenskum byggingariðnaði, skipulagsmálum og mannvirkjagerð kynntu lausnir sínar. BYKO hlaut þar Sýningarverðlaun Verks og vits 2022. Mikill metnaður var lagður í sýninguna þar sem BYKO sýndi mjög breitt vöruúrval á sýningarsvæðinu. Allir helstu sérfræðingar BYKO voru á svæðinu og aðstoðuðu fagaðila og almenning varðandi ráðgjöf og upplýsingar. 

Leiðandi í stafrænni verslun

Hverjar hafa verið helstu áskoranirnar á árinu?

Stærsta áskorunin á árinu var að fá alla að sama borði, sameina krafta starfsfólks, sýna fólki fram á að þetta sé rétta leiðin fram á við og slá á ótta við breytingar. Aðgreining á markaðsaðgerðum var áskorun af því að við tölum ekki eins við fagaðilann og einstaklinginn. Við fórum í að móta betur ólíkar nálganir fyrir þessa tvo markhópa BYKO með mismunandi skilaboðum og boðleiðum.  

Þá voru ýmsar áskoranir þegar kom að vefmálum. Vöruúrval BYKO er mjög breitt og stækkuðum við teymið okkar sem sér um vöruframboð á vefnum. Sífellt bætast við nýjar vörur og viljum við að BYKO.is endurspegli verslanir okkar þegar kemur að vöruúrvali og þjónustu. Þá var ráðist í þróun á nýjum vef sem mun fara í loftið í byrjun árs 2023 sem ætlað er að þjónusta fagfólk enn betur, s.s. með möguleikum á að sjá “mín verð,” reikningsviðskiptum á vef og fullkomnari þjónustusíðum. Þó núverandi vefur komi vel út í könnunum á meðal viðskiptavina okkar viljum við gera enn betur og vera  leiðandi aðili á okkar sviði í stafrænni verslun.  

_BIV_Viltu

Fyrst í Evrópu

Hafið þið farið nýjar leiðir til að ná til núverandi eða nýrra markhópa?

Mikil vinna hefur átt sér stað í stafrænni þróun á árinu til að einfalda  viðskiptavinum okkar lífið. BYKO setti í loftið rafrænt BYKO kort, rafrænt  beiðnakerfi og nýjar þjónustusíður – Mitt BYKO – sem gera fagaðila mun sjálfbærari en áður, t.d. við stofnun og umsýslu úttektaraðila. Einnig var BYKO fyrsta verslunin í Evrópu til að gera fagaðilum kleift að stunda  reikningsviðskipti í sjálfsafgreiðslu.  

Mikil áhersla hefur einnig verið lögð á gagnadrifna markaðssetningu á árinu. Í stað þess að byggja markaðsstarfið að miklu leyti á tilfinningu og vöruframboði líkt og síðustu ár horfum við æ meir á gögnin; kauphegðun og raun þarfir viðskiptavina. Ráðist var í markvissari markaðssetningu  til fagaðila og til að styrkja okkur enn betur á þeirri vegferð var ráðið í nýja stöðu markaðsfulltrúa fagaðila. Mitt BYKO er einmitt dæmi um markaðsherferð sem talaði beint til fagaðila. Herferðin gekk út á að kynna nýjar þjónustusíður, nýtt rafrænt BYKO kort, reikningsviðskipti í sjálfsafgreiðslu og styrkja þannig loforðið til fagaðila um að það sé einfaldast að versla í BYKO.  

Aukinn stuðningur við starfsfólk

Hafið þið gert eitthvað skemmtilegt í ár til þess að styrkja brandið innanhúss?

Vinnustaðamenning BYKO minnir einna helst á stóra fjölskyldu og er stefnan okkar að starfsfólk hafi sem besta heildarupplifun af BYKO sem vinnustað.  

Á árinu hófum við að styrkja starfsfólk okkar við töku á fæðingar- og  foreldraorlofi með 20% launagreiðslu fyrstu þrjá mánuðina. Við styrkjum starfsfólk okkar til eflingar á eigin velferð þá með peningastyrkjum til velferðartengdrar þjónustu og íþróttaiðkunar. 

BYKO skólinn er haldinn reglulega fyrir nýliða innan félagsins þar sem starfsemin er rækilega kynnt. Fyrsti rafræni fræðsluvefur félagsins leit dagsins ljós á árinu fyrir allt starfsfólk með mjög fjölbreyttu efni sem ætlað er að styrkja starfsfólki í starfi jafnt sem persónulegu lífi.  

Á árinu fengum við viðurkenningu fyrir að vera frábær vinnustaður að mati Great Place to Work bæði á Íslandi og í Evrópu. Ásamt því að fá annað árið í röð viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar fyrir að jafna kynjahlutföll í stjórn og framkvæmdastjórn.  

Við fögnuðum 60 ára afmæli BYKO á árinu með viðburðum í hverri verslun ásamt hátíðarkvöldi fyrir starfsfólkið okkar þar sem við fögnuðum árangrinum saman. Árlega er svo haldinn haustfagnaður þar sem starfsfólki er kynnt  helstu verkefni og áherslur félagsins á komandi ári og árangri liðins árs.  

Fjölbreyttar aðgerðir 

Hvað hefur BYKO gert í ár sem tengist sjálfbærni eða samfélagslegri ábyrgð?

BYKO hélt áfram fræðsluvegferð til verktaka, hönnuða, arkitekta og annarra aðila á byggingamarkaði um sjálfbærni, vistvottunarkerfin og vistvæn byggingarefni á ýmsum vettvangi. Samhliða þessari fræðslu vann félagið að ýmsum samstarfsverkefnum varðandi vistvænar byggingar og frekari þróun og sýnileika vistvænna byggingavara m.a. í samvinnu við Vistbók. Allt er þetta liður í því að auka sýnileika og framboð á vistvænum vörum.  

Gefin var út sjálfbærniskýrsla í þriðja sinn þar sem gerð er ítarleg grein fyrir árangri og áskorunum félagsins ásamt því að halda áfram innleiðingu heimsmarkmiðanna. BYKO hélt áfram að vinna að markmiðum um áfram haldandi bindingu með aðstoð Skógræktarinnar sem gróðursetti 3500 tré í skóg félagsins að Drumboddstöðum en markmið næstu 5 ára er að  gróðursetja þetta magn af trjám árlega.  

BYKO hlaut Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytisins fyrir vegferð í sjálfbærni á árinu. Við bættum við okkur þekkingu á LEED vistvottunarkerfinu ásamt því að hafist var handa við byggingu nýrra, vistvænna höfuðstöðva BYKO.  

Stofnuð var á árinu þverfagleg jafnréttisnefnd innan BYKO sem hefur það að markmiði að tryggja að jafnréttis sé gætt í öllum störfum félagsins og að öll kyn hafi jafnan aðgang og rétt innan félagsins.

BIV2022_merki_sv

Þann 8. febrúar verður þeim vörumerkjum sem þykja hafa skarað fram úr í stefnumiðaðari vörumerkjastjórnun veitt viðurkenning. 

Fleiri tilnefnd vörumerki

Smelltu á takkan hér fyrir neðan til þess að kynnast fleirum tilnefndum vörumerkjum!