BERLIN GERMANY FALL 2023 (1)-1

Með vali á BÍV22 vill brandr efla umræðu um mikilvægi góðrar vörumerkjastefnu. Útnefningu hljóta þau vörumerki sem skara framúr þegar horft er til stefnumiðaðrar vörumerkjastýringar. Ferlið byggir á akademískri og faglegri nálgun vörumerkjastjórnunar með staðfærslu sem þungamiðju.

Byltingarkennd nýsköpun

Controlant er tilnefnt til Bestu íslensku vörumerkjanna á fyrirtækjamarkaði árið 2022. Í aðdraganda viðurkenningar athafnarinnar sem fer fram í byrjun febrúar munum við kynnast betur þeim vörumerkjum sem eru tilnefnd. Hér á eftir fylgja svör við nokkrum spurningum sem við lögðum fyrir Controlant.

LOGO Controlant 3-color JUN2422 (2)

Sannarlega einstakt

Hvað gerir vörumerkið Controlant einstakt?

 Controlant er eina fyrirtæki heims sem sérhæfir sig í bestun og umbreytingu flutninga á lyfjum og bóluefnum.

Controlant er nýsköpunarfyrirtæki með íslenskar rætur sem undanfarin 15 ár hefur unnið að þróun lausna á sviði vöktunar og eftirlits á vörum í flutningi. Fyrirtækið er hugarfóstur frumkvöðla sem hafa byggt það upp í að vera leiðandi á heimsvísu á sínu sviði. 

99.99%

Hvað eruð þið búin að gera á þessu ári sem stendur upp úr?

Með vöktunarlausn okkar þá sáum við til þess að 5 milljarðar af hinu viðkvæma COVID-19 bóluefni frá Pfizer kæmist óskemmt á leiðarenda. Okkar lausn sá til þess að 99.99% af sendingum skiluðu sér heil á húfi á leiðarenda. Afföll af sendingum voru því aðeins upp á 0.01% en því miður er það svo að afföll af lyfja- og bóluefnasendingum geta hlaupið á tugum prósenta sem tilheyrandi sóun, kostnaði og áhættu fyrir sjúklinga. Þetta myndband, jólakveðja Controlant, segir frá frá þessari þjónustu með skemmtilegum hætti.

Við höfum sett allan fókus á kjarnahæfni okkar sem er stafræn umbreyting á aðfangakeðjum lyfjafyrirtækja. Þannig nýtum við einstaka reynslu okkar og þekkingu sem við öðluðumst í heimsfaraldri COVID 19 með sem áhrifamestum hætti á heimsvísu. Með þessari áherslu munum við tryggja örugga afhendingu lyfja og bóluefna til þeirra sem þau þurfa og stórminnka umhverfisáhrif lyfjaiðnarins alls.

Á árinu 2022 opnuðum við starfsstöðvar í Póllandi og í Danmörku til viðbótar til við starfsstöðvar okkar á Íslandi, Bandaríkjunum og í Hollandi. Við réðum 191 nýja starfsmenn til að uppfylla vaxtaáætlunanir okkar og til að mæta eftirspurn eftir þjónustu fyrirtæksins. 

Síðast en ekki síst var hinni árlega LOV Week hátíð risaviðburður fyrir starfsfólk Controlant. Á LOV Week komu rúmlega 400 starfsmenn af 41 þjóðerni sem starfa víðsvegar um allan heim saman í Kópavogi til að stilla saman strengi og skemmta sér saman. Þó við vinnum mikið saman í gegnum netið þá eru viðburðir þar sem allt starfsfólkið kemur saman ómetanlegir til að skapa eina sterka heild sem vinnur að sameiginlegu markmiði.

Vaxtaverkir

Hverjar hafa verið helstu áskoranirnar á árinu?

Ein af helstu áskorunum fyrirtækisins hefur verið að ná utan um mikinn vöxt fyrirtækisins en hann helst í hendur við eftirspurn stórra lyfjafyrirtækja eftir þjónustu Controlant. Þjónustustig Controlant er hátt og verkefnið, að tryggja örugga afhendingu dýrmætra lyfja og bóluefna framleidda af stærstu lyfjafyrirtækjum heims, er krefjandi. Til að mæta þessu verðuga verkefni höfum við ráðið 191 starfsmenn á árinu 2022 ásamt því að opna nýjar starfstöðvar á erlendri grundu.

_BIV_Viltu

Vel skilgreindur markhópur

Hafið þið farið nýjar leiðir til að ná til núverandi eða nýrra markhópa?

Við höfum breytt stefnu fyrirtækisins þannig að nú leggjum við alla áherslu að þjónusta stór lyfjafyrirtæki með það að markmiði að lágmarka sóun og tafir í aðfangakeðju þeirra.

LOV

Hafið þið gert eitthvað skemmtilegt í ár til þess að styrkja brandið innanhúss?

Við höldum árlega svokallaða LOV (Living our values) viku þar sem allt fyrirtækið kemur saman og tekur þátt í ýmsu hópefli ásamt því að stilla saman strengi með uppfærða stefnumótun.

Að minnka sóun er í kjarna Controlant

Hvað hefur Controlant gert í ár sem tengist sjálfbærni eða samfélagslegri ábyrgð?

Controlant hefur það að markmiði að lágmarka sóun úr aðfangakeðju lyfjafyrirtækja. Meginþunginn í framlagi okkar til sjálfbærni á heimsvísu er þjónustan sem við veitum stórum lyfjafyrirtækjum. Hlutfall lyfja sem geyma þarf við ákveðið hitastig og skemmist í flutningum er um 20% á hverju ári (Heimild: Pharmalogisticsiq). Árlegt tjón af þessum völdum er 35 billjón dollara (Heimild: Controlant) en einnig verður að hafa í huga mikilvægi þess að lyf og bóluefni berist til fólks án hindrana eða tafa.

Eftirlitsþjónusta Controlant sem vakir yfir lyfjaflutningum alla daga, allt árið um kring tryggir að hægt sé að grípa inn í áður en viðkvæm lyf og bóluefni skemmast vegna rangrar meðhöndlunar í flutningum eða geymslu. Til dæmis lék Controlant lykilhlutverk í því að viðskiptavinir okkar gátu afhent rúmlega 5 milljarða skammta af bóluefni Pfizer með nær engum afföllum, 99.99% bóluefnis komst heilt á áfangastað (Heimild: Controlant). Fyrir þennan árangur átti Controlant stóran þátt í að fyrirtækið Pfizer fékk Supply Chain Award frá Gartner. Þessi lágmörkun sóunar þýðir svo að lyfjafyrirtæki geta dregið úr lyfjaframleiðslu og takmarkað efnamengun frá framleiðslu. Auk þessa þarf minna af umbúðum og útblástur gróðurhúsalofttegunda dregst saman sömuleiðis. 

Á árinu 2022 skrifaði Controlant undir United Nations Global Compact. Með þátttöku skuldbinda fyrirtæki eða stofnanir sig til þess að vinna að tíu grundvallarviðmiðum Sameinuðu þjóðanna, er varða samfélagslega ábyrgð. Jafnframt gerðist Controlant meðlimur að Festu, sem hefur það að markmiði að auðvelda og hraða þróun í átt að hringrásarhagkerfi og sjálfbæru atvinnulífi. Aðildin að Festu og undirritun á UN Global Compact falla mjög vel að sýn okkar á lágmarka sóun í aðfangakeðju (Supply Chain) lyfjaiðnaðarins á heimsvísu.

Að auki má nefna aðgerðir Controlant á sviði félags, umhverfis- og samfélagsmála á árinu 2022:

  • Controlant er bakhjarl nýsköpunarkeppninnar Gulleggsins. Fyrirtækið sigraði keppnina árið 2009 en núna 15 árum síðar, þegar rúmlega 420 manns starfa hjá fyrirtækinu viljum við styðja frumkvöðla framtíðarinnar.
  • Stuðningur við starf Píeta samtakanna.
  • Stuðningur við hjálparstarf fyrir í Úkraínu. Á árinu 2022 gáfu Controlant og starfsmenn fyrirtækisins peningagjöf að upphæð 2 milljónum króna til Rauða Krossins á Íslandi.
  • Þátttaka í hinum árlegu Framadögum og nýsköpunarviku.
  • Samstarf við Háskólann í Reykjavík um starfsnám, sumarstörf og rannsóknarverkefni fyrir nema í Bachelor eða Masters námi.
  • Controlant hefur hlotið jafnlaunavottun og hefur sett sér skýra stefnu um fjölbreytni á vinnustað.

Við sjáum brýna þörf á því að vernda plánetuna okkar og mæta jafnframt þörfum vaxandi mannfjölda. Við viljum verða ein af sjálfbærustu fyrirtækjum í okkar geira og erum að móta skýra stefnu í sjálfbærni þar sem við höfum jafnvægi á milli umhverfismála, samfélagsmála og afkomu fyrirtækisins.

Við höfum jákvæð áhrif á viðskiptavini okkar með því að gera þeim kleift að ná árangri í umhverfismálum. Lausnir okkar færa þeim þau gögn sem þeir þurfa til að gera aðfangakeðjur þeirra skilvirkari og lágmarka sóun.

BIV2022_merki_sv

Þann 8. febrúar verður þeim vörumerkjum sem þykja hafa skarað fram úr í stefnumiðaðari vörumerkjastjórnun veitt viðurkenning. 

Fleiri tilnefnd vörumerki

Smelltu á takkan hér fyrir neðan til þess að kynnast fleirum tilnefndum vörumerkjum!