BERLIN GERMANY FALL 2023 (1)-1

Með vali á BÍV22 vill brandr efla umræðu um mikilvægi góðrar vörumerkjastefnu. Útnefningu hljóta þau vörumerki sem skara framúr þegar horft er til stefnumiðaðrar vörumerkjastýringar. Ferlið byggir á akademískri og faglegri nálgun vörumerkjastjórnunar með staðfærslu sem þungamiðju.

Stærsta pizzakeðjan
í heiminum

Domino's er tilnefnt til Bestu íslensku vörumerkjanna sem besta alþjóðlega vörumerkið á Íslandi árið 2022. Í aðdraganda viðurkenningar athafnarinnar sem fer fram í byrjun febrúar munum við kynnast betur þeim vörumerkjum sem eru tilnefnd. Hér á eftir fylgja svör við nokkrum spurningum sem við lögðum fyrir Domino's.

Dominos_blue-wave-pressure-washing-dominos-png-logo-0

Óhrædd við að ögra okkur sjálfum

Hvað gerir vörumerkið Domino's einstakt?

Domino´s er stærsta pizzakeðja í heiminum en á sér 30 ára sögu hér á landi og sérstakan stað í hjarta landsmanna. Leitun er að vörumerki sem fjölmiðlar og almenningur hafa meiri áhuga á. Óhætt er að segja að Domino’s sé pizzastaður þjóðarinnar. Við erum markaðsleiðandi og höfum verið leiðandi í rúmlega 20 ár. Á sama tíma hefur ekki skort samkeppni en fjölmargir hafa reynt að hasla sér völl á þessum árum, allt frá alþjóðlegum keðjum til innlendra vörumerkja.

Það sem sker Domino’s frá þeim er þessi sterka tenging sem vörumerkið hefur og er afrakstur áratuga langri uppbyggingu vörumerkisins. Sú staða er þó ekki gefin og krefst þess að reglulega sér hugsað að t.d. staðfærslu vörumerkisins og markaðsstarf endurskoðað. Áhersla okkar er á stöðugleika, bæði í gæðum og þjónustu en ekki síður í því hvernig vörumerkið kemur fram. Á sama tíma leyfum við okkur að vera óhrædd við að prufa nýja hluti í markaðssetningu og ögra okkur sjálfum. Áherslan er þó ávallt á upplifun viðskiptavina enda er það grunnurinn að árangri til lengri tíma.  

Pizzaárið mitt

Hvað eruð þið búin að gera á þessu ári sem stendur upp úr?

Við höfum brallað margt á árinu en það sem stendur hvað mest upp úr er Pizzaárið mitt herferðin okkar þar sem við gáfum landsmönnum innsýn inn í pizzaárið sitt hjá Domino´s. Verkefnið var í samstarfi við Datalab þar sem persónulegt uppgjör var útbúið fyrir hvern viðskiptavin í anda Spotify Wrapped, byggt á sölugögnum hvers og eins. Herferðin fór fram úr björtustu vonum en rúmlega 48.000 einstaklingar sóttu sína pizzasögu. Desember var sá söluhæsti í sögunni og þriðji söluhæsti mánuður ársins sem er mjög óvenjulegt en velta jókst um 12% frá sama mánuði 2021. Á sama tíma sýna  mælingar samdrátt á veitingamarkaði um 5-6%.

Annað sem stendur upp úr er verkefnið okkar með Leikni Reykjavík en þann 1.maí 2022 kynntum við samstarf okkar sem felur í sér að öll börn í póstnúmeri 111 í Breiðholti æfa íþróttir frítt út árið 2023 með Leikni.  

Breytt neysluhegðun, hækkandi verð og samdráttur á skyndibitamarkaði

Hverjar hafa verið helstu áskoranirnar á árinu?

Árið var senn krefjandi og gefandi þar sem við sáum lok Covid takmarkana, sterkt ferðasumar og svo breytta neysluhegðun í kjölfar aukinnar umræðu um hækkandi stýrivexti, verðbólgu og fleira. Við lögum okkur fram um að bregðast við aðstæðum hverju sinni og með áherslu á uppbyggingu vörumerkisins. Við erum ánægð með árangurinn er við sáum bæði hlutdeild okkar og pantanir aukast á sama tíma og skyndibitamarkaðurinn er að dragast saman.  

_BIV_Viltu

TikTok og umhverfismiðlar

Hafið þið farið nýjar leiðir til að ná til núverandi eða nýrra markhópa?

Við höfum átt góðu gengi að fagna á TikTok á árinu og langt út fyrir landsteinana reyndar líka. Að meðaltali fá myndböndin okkar um 315.000 áhorf en mest hefur eitt myndband náð til 120.000 Íslendinga. Um 30.000 Íslenskingar fylgja okkur á Tiktok. Það er miðill sem er enn að styrkjast í yngsta hópnum á meðan sífellt flóknara er einmitt að ná til þess hóps í gegnum hefðbundnari miðla. Einnig höfum við horft meira til YouTube og umhverfismiðla sem hafa sterka dekkun þvert á okkar helstu markhópa. 

Styrkja tengingu starfsfólks við vörumerkið

Hafið þið gert eitthvað skemmtilegt í ár til þess að styrkja brandið innanhúss?

Áhersla okkar hefur verið á að styrkja tengingu starfsfólks í verslunum og þjónustuveri við staðfærslu vörumerkisins. Sú vinna á sér fjölmargar birtingamyndir en oft á tíðum snýr það að áherslu okkar á viðskiptavini, þarfir þeirra og væntingar þeirra til okkar. Við erum mjög viðskiptavina miðað fyrirtæki og mikilvægt að byggja áfram á því samhliða því að meira og meira af starfseminni færist á stafræna miðla. Þetta er allt frá gæða og þjónustustaðla, meðhöndlun kvartana og hvernig við birtumst viðskiptavinum, ýmist í verslunum okkar eða við afhendingu á pöntunum á heimili.

Að öðru leyti reynum við að framlengja ýmsar herferðir inn í daglegan rekstur okkar, t.d. með sölukeppnum, nýtingu á þjónustuleiðum per deild og ánægjuskor visðkiptavina per deild svo eitthvað sé nefnt.

Samstarfsverkefni með Leikni og Góðgerðarpizzan

Hvað hefur Domino's gert í ár sem tengist sjálfbærni eða samfélagslegri ábyrgð?

Í byrjun árs 2022 gerðum við samfélagsskýrslu sem gaf okkur góða innsýn í hvað við höfum gert og hvað við getum betur. Við höfum tekið stór skref á árinu sem m.a. snúa að rafmagnsvæðingu bílaflotans, betri nýtingu rafmagns með endurnýjun pizzaofna og aukin áhersla á samfélagsleg verkefni af ýmsum toga.  
 
Þar ber helst að nefna Góðgerðapizzuna sem haldin var í 9 skipti og safnaði 6.835.916kr fyrir Einstök börn en herferðin hefur safnað 52mkr á frá upphafi. Áhersla verkefnisins er að bjóða sælkerapizzu frá Hrefnu Sætran í takmarkaðan tíma þar sem öll sala rennur óskipt til viðkomandi góðgerðarfélags.  
 
Einnig hófum við 18 mánaða átaksverkefni með Leikni í efra Breiðholti sem gefur öllum börnum í póstnúmeri 111 tækifæri á að æfa gjaldfrjálst með Leikni. Verkefnið stefnir að því að auka þátttöku barna og ungmenna í íþróttastarfi um 50% en hverfið hefur lægstu þátttökuna af öllum hverfum Reykjavíkur.  
 
Einnig strykjum við hundruði samtaka og viðburða með ýmsum hætti en okkar markmið er að vera virkur þáttakandi í nærumhverfi okkar í gegnum ýmiskonar samstarfsverkefni.

BIV2022_merki_sv

Þann 8. febrúar verður þeim vörumerkjum sem þykja hafa skarað fram úr í stefnumiðaðari vörumerkjastjórnun veitt viðurkenning. 

Fleiri tilnefnd vörumerki

Smelltu á takkan hér fyrir neðan til þess að kynnast fleirum tilnefndum vörumerkjum!