BERLIN GERMANY FALL 2023 (1)-1

Með vali á BÍV22 vill brandr efla umræðu um mikilvægi góðrar vörumerkjastefnu. Útnefningu hljóta þau vörumerki sem skara framúr þegar horft er til stefnumiðaðrar vörumerkjastýringar. Ferlið byggir á akademískri og faglegri nálgun vörumerkjastjórnunar með staðfærslu sem þungamiðju.

Íslandsbanki

Íslandsbanki er tilnefnt til Bestu íslensku vörumerkjanna á einstaklingsmarkaði árið 2022. Í aðdraganda viðurkenningar athafnarinnar sem fer fram í byrjun febrúar munum við kynnast betur þeim vörumerkjum sem eru tilnefnd. Hér á eftir fylgja svör við nokkrum spurningum sem við lögðum fyrir Íslandsbanka.

A_Islandsbanki_Merki_Rautt_Stakt_P

Sterk Íslandsbankarödd

Hvað gerir vörumerkið Íslandsbanka einstakt?

Íslandsbanki heldur úti öflugu vörumerki sem landsmenn þekkja vel. Bankinn er með mestu auglýsingaeftirtektina á bankamarkaði og hefur mikil vinna farið í stefnumótun undanfarin ár til að tryggja samfellu og tengingu við viðskiptavini. Bankinn er eina stórfyrirtæki landsins sem vinnur með ólíkum aðilum að framleiðslu efnis fyrir bankann sem þýðir að bankinn þarf að fylgja vönduðum leiðbeiningum um útlit, áferð og tón. Bankinn hefur því markaðsstefnu sem unnið er eftir í daglegum störfum, hefur þróað hönnunarkerfi sem eftir er tekið og tone of voice sem býr til sterka Íslandsbankarödd. Orðin mannleg og einföld eiga að endurspeglast í öllu sem tengist vörumerki Íslandsbanka. Á síðustu árum hefur bankinn einfaldað allt útlit á efni og er það mjög einkennandi og þekkist hratt. Útlit á öllu efni bankans er stílhreint og talar í takt. 

Hlutverk bankans er að vera hreyfiafl til góðra verka og endurspeglar vörumerkið það vel í öllum ákvörðunum og skilaboðunum sem bankinn sendir frá sér. Skipulagsbreytingar 2019 og 2023 ýta undir öflugt vörumerki þar sem öll skilaboð bankans eru mótuð á sama stað með sameiningu markaðsmála, samskiptamála, fræðslu, vefmála, greiningarefnis og fjárfestatengsla.

Upplifun viðskiptavina og stafrænar lausnir

Hvað eruð þið búin að gera á þessu ári sem stendur upp úr?

Íslandsbanki endurskipulagði markaðsmál þannig að Markaðs- og samskiptasvið skiptist í Vörumerki, Stafræna upplifun, Vefmál og notendaupplifun og Greiningu bankans. Tekin var ákvörðun um að innleiða stórt og mikið samskiptaforrit, Adobe, þar sem öll stafræn samskipti við viðskiptavini eru kortlögð hafa fjölmargar vegferðir viðskiptavina verið kortlagðar. Með því móti getur bankinn betur komið skilaboðum um réttar vörur og þjónustu á rétta hópa og skilaboðin verða því enn sérsniðnari en áður. Þetta hefur verið í þróun samhliða nýjum netbanka og þróun á appi í samræmi við markaðsáherslur bankans. 

Til þess að tryggja einstaka upplifun viðskiptavina með þessum hætti í stafrænum lausnum var ráðin gagnamanneskja í Stafræna upplifun til að tryggja að hægt sé með hröðum og áreiðanlegum hætti að nýta gögn bankans með einföldum hætti. Jafnframt var ráðinn stafrænn hönnunarstjóri sem tryggir góða og hnökralausa upplifun viðskiptavina í öllum stafrænum lausnum. 

Gagnanotkun og ný samskiptastefna

Hverjar hafa verið helstu áskoranirnar á árinu?

Helstu áskoranir snúa að gagnanotkun eins og fyrirtæki þekkja víða. Til þess að hagnýta öll gögn höfum við þurft að endurskipuleggja okkur og innleiða nýjungar. Með því að endurhugsa markaðsmál þar sem ekki aðeins koma saman markaðsfræðingar heldur blandaður hópur af markaðsfræðingum, gagnasérfræðingum, viðskiptafræðingum, hönnuðum og lögfræðingum tekst okkur að setja saman framsækin og strategísk markaðsmál. Jafnframt hefur árið farið í stefnumótun og samskiptastefnu fyrir bankann sem eru samansettur af ólíkum sviðum með ólíkar þarfir. Með því að ná öllum einingum saman hefur okkur tekist að ná betri rödd fyrir bankann í heild sinni og fókuseraðri skilaboð sem við munum miðla árið 2023.

_BIV_Viltu

Stafræn fræðsla, eflum konur í atvinnulífinu og náum til ungs fólks

Hafið þið farið nýjar leiðir til að ná til núverandi eða nýrra markhópa?

Með því sem nefnt er hér að ofan um stafræna nálgun með nýju kerfi og skipulagsbreytingum er okkur að takast að ná til nýrra og ólíkra hópa. Með því mun okkur líka takast að ná betri krosstengingum milli viðskiptavina – einstaklinga og fyrirtækja. 

Bankinn hefur líka verið leiðandi í stafrænni fræðslu um árabil með fjármálafræðslu, fræðslu um skemmtileg málefni eins og fótbolta og fleira. Einnig hefur bankinn haldið sérstaka fundi til að efla konur í atvinnulífinu en á undanförnum árum hafa yfir 2.000 konur sótt þá fundi. Þegar ungt fólk sækir síður í samskipti í gegnum útibú eða símtöl þá skiptir miklu máli að geta miðlað áhugaverðu og spennandi efni til þeirra um fjármál. Þetta hefur bankinn gert vel og hafa hundruð gesta sótt þá fundi og ýtti heimsfaraldurinn enn betur undir þessa þróun. Bankinn hefur unnið að því að endurbæta útlit á allri fræðslu svo allt efni frá bankanum styrki vörumerki bankans í hljóði og mynd.

Viðburðir, fræðsla og virk stefnumótun

Hafið þið gert eitthvað skemmtilegt í ár til þess að styrkja brandið innanhúss?

Mikil vinna og umræða hefur átt sér stað um vörumerkið Íslandsbanka út frá starfsfólki (employer branding). Þetta var gert eftir nokkuð krefjandi tímabil heimsfaraldurs þar sem þurfti að endurhugsa samskipti og tengingu starfsfólks við vörumerkið. 

Mikil áhersla er lögð á að kynna vörumerkjavegferð og markaðsefni bankans vel fyrir starfsfólki með reglulegum fundum og fær starfsfólk alltaf kynningu á öllu efni áður en það fer út fyrir veggi bankans. Lögð hefur verið áhersla á að virkja starfsfólk til þátttöku í stefnumótun og búa til skemmtilega viðburði og fræðslu fyrir starfsfólk í hverjum mánuði. Við mælum reglulega starfsánægju og árið 2022 mældist starfsánægja mjög há.

Reykjavíkurmaraþon, kolefnishlutlaus rekstur og stuðningur við fólk á flótta

Hvað hefur Íslandsbanki gert í ár sem tengist sjálfbærni eða samfélagslegri ábyrgð?

Sjálfbærni og samfélagsleg ábyrgð er ein af lykiláherslum bankans enda er hlutverk bankans að vera hreyfiafl til góðra verka. Það væri langur listi að telja upp allt það sem bankinn hefur gert á árinu 2022 sem tengist sjálfbærni eða samfélagslegri ábyrgð. Helst má nefna Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem er stærsta góðgerðarsöfnun landsins og höfum við lagt meiri áherslu á góðgerðarfélögin til þess að hvetja fólk til þess að safna áheitum eða styrkja félögin.

  • Á árinu gaf bankinn fjórar milljónir til stuðnings við fólk á flótta vegna stríðsátaka í Úkraínu. 
  • Starfsfólk bankans veitti hjálparhönd á árinu eins og við höfum gert síðastliðin ár en starfsfólk fær þá tvo daga til þess að aðstoða góðgerðarfélög á margvíslegan hátt.
  • Þriðja árið í röð náði bankinn því markmiði að rekstur bankans var kolefnishlutlaus.
  • Bankinn birti í annað sinn áhrifaskýrslu fyrir sjálfbæran fjármálaramma bankans. Áhrifaskýrslan veitir yfirlit yfir þau lán og fjárfestingar í eignasafni bankans sem uppfylla skilyrði sjálfbæra fjármálarammans og hafa verið flokkuð sem sjálfbær verkefni frá útgáfu hans.
  • Bankinn tók frekari skref í birgjastefnu sinni en bankinn leggur ríka áherslu á að birgjar uppfylli ákveðin skilyrði er kemur að sjálfbærni, meðal annars út frá heimsmarkmiðum SÞ.
BIV2022_merki_sv

Þann 8. febrúar verður þeim vörumerkjum sem þykja hafa skarað fram úr í stefnumiðaðari vörumerkjastjórnun veitt viðurkenning. 

Fleiri tilnefnd vörumerki

Smelltu á takkan hér fyrir neðan til þess að kynnast fleirum tilnefndum vörumerkjum!