BERLIN GERMANY FALL 2023 (1)-1

Með vali á BÍV22 vill brandr efla umræðu um mikilvægi góðrar vörumerkjastefnu. Útnefningu hljóta þau vörumerki sem skara framúr þegar horft er til stefnumiðaðrar vörumerkjastýringar. Ferlið byggir á akademískri og faglegri nálgun vörumerkjastjórnunar með staðfærslu sem þungamiðju.

Vinnum í þágu samfélagsins

Krónan er tilnefnd til Bestu íslensku vörumerkjanna á einstaklingsmarkaði árið 2022. Í aðdraganda viðurkenningar athafnarinnar sem fer fram í byrjun febrúar munum við kynnast betur þeim vörumerkjum sem eru tilnefnd. Hér á eftir fylgja svör við nokkrum spurningum sem við lögðum fyrir Krónuna.

KRONAN_merki

Ryðjum brautina

Hvað gerir vörumerkið Krónuna einstakt?

Við förum okkar eigin leiðir og viljum ryðja brautina fyrir mikilvægum málefnum sem móta matvöruverslun framtíðarinnar – allt til að einfalda líf viðskiptavina okkar. Kjarni í markaðsstefnu Krónunnar er það loforð að koma réttu vöruúrvali í hendur neytenda á eins ódýran hátt og mögulegt er. Það sem aðgreinir Krónuna frá öðrum dagverslunum eru þau ófrávíkjanlegu gildi að við vinnum í þágu samfélagsins með umhverfisvænum, hollum og snjöllum lausnum. Framtíðarsýn Krónunnar er að gera heilsusamlegan og sjálfbæran lífstíl að daglegum venjum allra. Þessi stefna ásamt frábæru starfsfólki hefur skilað sér í því að Krónan hefur átt ánægðustu viðskiptavinina á matvörumarkaði sex ár í röð samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni.

Sjallverslun, nýjar og glæsilegar verslanir og stærri skref í átt að hringrásarhagkerfinu

Hvað eruð þið búin að gera á þessu ári sem stendur upp úr?

Stefna Krónunnar er ávallt að vera ódýr, holl, umhverfisvæn og snjöll. Við viljum vera leiðandi í tækninýjungum á matvörumarkaði. Skannað og skundað er ný tæknilausn hjá Krónunni sem hefur verið í stöðugri þróun með það að markmiði að einfalda líf viðskiptavina okkar. Þetta er hluti af snjallverslun Krónunnar þar sem viðskiptavinir gátu í fyrsta sinn á Íslandi verslað innkaupakörfuna með eigin síma. Viðskiptavinurinn notar símann og sparar þannig tímann. Með lausninni geta viðskiptavinir skannað vörur, greitt og gengið út án þess að fara í röð, á beltakassa eða í sjálfsafgreiðslu. Á aðeins einu ári hefur notendum fjölgað gífurlega, en nú eru um 45 þúsund matarkörfur verslaðar í hverjum mánuði með snjalllausninni. Snjallverslun Krónunnar mældist með hæstu meðmælatryggð meðal viðskiptavina á smásölu-markaði árið 2022 samkvæmt Maskínu, ásamt því að vera valin stafræna lausn ársins á íslensku vefverðlaununum. Með aukinni sjálfvirknivæðingu viljum við einfalda viðskiptavinum Krónunnar lífið með því að bjóða upp á tímasparandi lausn en jafnframt styður lausnin við áherslur Krónunnar um upplýst val þar sem viðskiptavinir geta með notkun Skannað og skundað verið mun meðvitaðri en áður um vöruverð og endanlegt verð á körfu. 

Viðskiptavinir Krónunnar gera í dag auknar kröfur um úrval af umbúðalausum vörum og vilja að sama skapi að stærri fyrirtæki taki stærri skref í átt að hringrásarhagkerfinu. Krónan hefur markað sér virka umhverfisstefnu og eru áhersluatriði stefnunnar helst þrjú. Eitt þeirra er í takt við kröfur almennings og snýr að því að Krónan ætlar sér að sýna ábyrgð í vali á umbúðum og sorpflokkun með því að bjóða umbúðalausar lausnir þegar hægt er og velja umhverfisvænar umbúðir fram yfir aðrar. Sömuleiðis flokkar og endurvinnur Krónan allt plast og allan pappa sem fellur til í starfseminni.  Við innleiddum nýjar lausnir fyrir viðskiptavini okkar til að stuðla frekar að umbúðalausum lífsstíl, sem dæmi kynntum við til sögunnar umbúðalausan þurrvörubar.

Krónan opnaði einnig þrjár nýjar og glæsilegar verslanir í Skeifunni, Borgatúni og á Akureyri og hafa viðtökur frá viðskiptavinum farið langt yfir okkar björtustu vonir.

Erfið markaðsskilyrði

Hverjar hafa verið helstu áskoranirnar á árinu?

Krónan er fyrst og fremst lágvöruverslun, og hefur verðbólga og erfið markaðsskilyrði erlendis verið mikil áskorun fyrir matvörumarkaðinn á Íslandi, en blessunarlega höfum við náð að tryggja gott vöruúrval á ódýru verði. Í ágúst 2022 frysti Krónan verð á yfir 240 lágvöruverðsvörum fram að áramótum til að leggja hönd á vogarskálarnar gegn aukinni verðbólgu.

_BIV_Viltu

Krónuvinir
skipta okkur öllu

Hafið þið farið nýjar leiðir til að ná til núverandi eða nýrra markhópa?

Viðskiptavinir okkar skipta okkur öllu máli. Við köllum okkar markhóp „Krónuvini,“ fólk sem leitar einfaldra en hollra lausna í amstri dagsins, með nútímaleg gildi og er umhugað um umhverfið.

Við höfum skapað sérstöðu með öflugu samtali við okkar viðskiptavini með því að hlusta á þá og færa fram lausnir sem mæta þeirra þörfum. Sem dæmi um það er afpökkunarborðið í andyri verslanna Krónunnar þar sem viðskiptavinir geta skilið eftir umbúðaplastið og við sjáum til þess að það fari í endurvinnslu, sem og þurrvörubar sem styður umbúðalausan lífsstíl.

Við bjóðum upp á nýjar tæknilausnir sem höfða til nýrra markhópa sem og einfalda líf núverandi Krónuvina. Þetta eru tímasparandi lausnir eins og Skannað og skundað þar sem viðskiptavinir geta verslað og greitt með símanum sínum, en jafnframt styður þetta við áherslur Krónunnar um upplýst val þar sem viðskiptavinir geta verið mun meðvitaðri en áður um vöruverð og endanlegt verð á körfu.

#TeamKrónan

Hafið þið gert eitthvað skemmtilegt í ár til þess að styrkja brandið innanhúss?

Við viljum að Krónan sé frábær vinnustaður sem fagnar jafnrétti og fjölbreytileika, en hjá Krónunni starfa um þúsund manns. Við erum ótrúlega stolt að heildaránægja starfsmanna mælist mjög há og að Krónan hlaut Jafnvægisvogina sem og Hvatningarverðlaun jafnréttismála árið 2022 fyrir framúrskarandi árangur í jafnréttismálum.

Allir sem starfa hjá Krónunni koma að því tryggja að upplifun og vitund Krónunnar skili sér rétt til viðskiptavinanna og köllum við Krónuliðið #TeamKrónan. Við erum með öflug innri samskipti sem ná þvert á allt fyrirtækið þannig að allir geti tekið þátt og séu meðvituð um hvað er í gangi innan fyrirtækisins.

Allt Krónuliðið vinnur saman að því að hafa áhrif til góðs

Hvað hefur Krónan gert í ár sem tengist sjálfbærni eða samfélagslegri ábyrgð?

Á síðastliðnum árum hefur Krónan tekið stórtæk skref í þágu samfélags og umhverfis og unnið sem brautryðjandi á sínum markaði. Samfélagsleg ábyrgð takmarkast ekki við eitt teymi innan Krónunnar heldur vinnur allt Krónuliðið að því saman að hafa áhrif til góðs. Með því að fá sem flesta að borðinu, Krónuliðið, birgjana okkar og viðskiptavini, koma fram frábærar hugmyndir sem við getum þróað og unnið áfram. Við höfum mótað markmið okkar og samræmt við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. 

Krónan leggur áherslu á þrjá megin umhverfisþætti í rekstri sínum; draga úr matarsóun, spara orku og minnka umbúðir. Við höfum náð árangri á öllum þessum sviðum og erum fyrstu íslensku svansvottuðu dagvöruverslanirnar.

Krónan elskar hollar og ferskar matvörur og það gera Krónuvinir líka. Við röðum hollari kostum framar þeim óhollari og látum grænmeti og ávexti taka á móti viðskiptavinum þegar komið er inn í verslanir okkar.  

Við viljum að Krónan sé frábær vinnustaður sem fagnar jafnrétti og fjölbreytileika. Krónan hefur hlotið viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar ásamt því að bjóða öllu starfsfólki sérstakan Velferðarpakka til að stuðla að bættri andlegri og líkamlegri heilsu. Á árinu setti Krónan einnig aukið fjármagn í samfélagsstyrki og matarúthlutanir. Sem dæmi lögðu viðskiptavinir Krónunnar og Krónan samanlagt 10 milljón krónur í matarúthlutanir til 450 fjölskyldna yfir jólatímann árið 2022, 15 milljón krónur í aðstoð til Úkraínu og yfir 5 milljón krónur í samfélagsstyrki í nærssvæðum verslanna okkar.

Hér er hægt að lesa nánar um samfélagslega ábyrgð krónunnar: Samfélagsskýrsla Krónunar 2021


Dæmi um markverða hluti hjá Krónunni árið 2022:

Rúmlega 450 fjölskyldur fengu matarúttekt fyrir jólin frá Krónunni
Krónan hlaut Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2022
15 milljóna styrkur til Úkraínu
Umbúðalaus lífstíll: Nýr þurrvörubar
Krónan tilnefnd til Fjöreggsins
Lýðheilsumál: Krúttlegasta hjólakeppni landsins var haldin um helgina
Krónan frystir vöruverð á 240 vörum til að berjast gegn verðbólgunni
Yfir 5 mkr. í samfélagsstyrki í nærumhverfi Krónuverslanna

BIV2022_merki_sv

Þann 8. febrúar verður þeim vörumerkjum sem þykja hafa skarað fram úr í stefnumiðaðari vörumerkjastjórnun veitt viðurkenning. 

Fleiri tilnefnd vörumerki

Smelltu á takkan hér fyrir neðan til þess að kynnast fleirum tilnefndum vörumerkjum!