BERLIN GERMANY FALL 2023 (1)-1

Með vali á BÍV22 vill brandr efla umræðu um mikilvægi góðrar vörumerkjastefnu. Útnefningu hljóta þau vörumerki sem skara framúr þegar horft er til stefnumiðaðrar vörumerkjastýringar. Ferlið byggir á akademískri og faglegri nálgun vörumerkjastjórnunar með staðfærslu sem þungamiðju.

Bragðgóð orka

Nocco er tilnefnt til Bestu íslensku vörumerkjanna sem besta alþjóðlega vörumerkið á Íslandi árið 2022. Í aðdraganda viðurkenningar athafnarinnar sem fer fram í byrjun febrúar munum við kynnast betur þeim vörumerkjum sem eru tilnefnd. Hér á eftir fylgja svör við nokkrum spurningum sem við lögðum fyrir Nocco.

NOCCO_logo_CMYK_svart

Risastór fjölskylda

Hvað gerir vörumerkið Nocco einstakt?

Fyrst og fremst er það náttúrulega frábær vara sem gerir vörumerkið að því sem það er. Í öðru lagi er það markaðssetningin og þau verkefni sem við sköpum og tökum þátt í sem móta okkar vörumerki. Í þriðja lagi er það hvernig við gerum hlutina og hvaða áhrif það hefur á umhverfið okkar. Þegar allir þessir þættir eru góðir þá ertu með einstakt vörumerki. Í dag er Nocco ekki bara vara eða vörumerki heldur ein risastór fjölskylda.

Nocco einblínir á að styrkja íslenskt afreksfólk í mismunandi íþróttum. Oft á tíðum er erfitt fyrir afreksfólkið okkar hér á landi að sækja sér styrki og höfum við síðan 2015 gert okkur það að markmiði að styðja og hjálpa íslensku afreksfólki að koma sér á framfæri. Það er hornsteinn okkar starfs og mjög mikilvægur þáttur í öllu sem við gerum.

Við gefum út ca. 4 nýjar bragðtegundir á ári og er markaðssetningin í kringum nýjan drykk afar einstök og reynum við að finna upp nýjar og skemmtilegar leiðir í kringum hvert einasta bragð. Við leggjum mikið upp úr því að búa til sterka tengingu og að hafa viðskiptavininn sem hluta af upplifunni enda er hann miðjan í okkar starfsemi.

Ár Ramonade

Hvað eruð þið búin að gera á þessu ári sem stendur upp úr?

Árið 2022 var stórt og viðburðarmikið ár fyrir NOCCO. Við kynntum inn 4 nýjar bragðtegundir og þar stendur Ramonade á toppnum. Bragðtegund sem hefur slegið öllum fyrri vinsældum við og er í dag lang vinsælasta bragðið á markaðnum. 

Við héldum okkar fyrsta golfmót, NOCCO OPEN, í september sem sló rækilega í gegn og seldist upp á mettíma. Við fórum einnig á nýjar slóðir með opnun Nocco Pop-Up store en þar við kynntum inn NOCCO Fan Club fatnað ásamt nokkrum vel völdnum bragðtegundum sem ekki fást lengur á Íslandi. Yfir þúsund manns mættu á opnunina okkar og var eftirspurnin svakaleg.

Afrekshópurinn okkar, Team Nocco, stækkaði heldur betur í ár en við bættum við 12 afrekskonum og mönnum í teymið og samanstendur hópurinn nú af 32 einstaklingum í fjölbreyttum íþróttum. Einnig héldum við áfram að styrkja rafíþróttafélagið Dusty ásamt fjölmörgum íþróttafélögum og golfklúbbum! Í lok árs gerði NOCCO svo samning við IHF heimsmeistaramótið í handbolta þar sem við verðum opinber drykkur. Það er því spennandi janúar framundan og við hlökkum til að horfa á strákana okkar.

Kvikur markaður

Hverjar hafa verið helstu áskoranirnar á árinu?

Það ríkir gríðarleg samkeppni á okkar markaði og mörg vörumerki að keppast. Það er því mjög mikilvægt að stunda góðar og reglulegar rannsóknir meðal neytenda til að vita hvað er að virka og hvað ekki. Þessi markaður er ungur og enn í örum vexti og þar af leiðandi breytist hann hratt og því þurfum við alltaf að vera á tánum. Við reynum að vera á undan öðrum, fara nýstárlegar leiðir og erum í óða önn að skapa eitthvað sem ekki hefur sést áður. 

Það hefur einnig verið áskorun að finna hvar sé best og hagkvæmast fyrir okkur að auglýsa vörurnar okkur. Með hraðri þróun á stafrænum miðlum þurfum við að fylgjast vel með hvaða leiðir skila árangri. Innkoma okkar á TikTok í ár var krefjandi verkefni þar sem mikil vinna fór í að fylgjast með uppkomandi stefnum, hvað virkar og hvað ekki en árangurinn hefur verið góður. En eins og þekkist þá er hraðinn á samfélagsmiðlum gífurlegur og það sem virkaði í gær virkar ekki endilega á morgun.

_BIV_Viltu

Skiptir máli að vera náin neytendum

Hafið þið farið nýjar leiðir til að ná til núverandi eða nýrra markhópa?

Með opnun NOCCO Pop-Up búðarinnar okkar á Hafnartorgi í nóvember var markmið okkar að koma við móts við eftirspurn viðskiptavina okkar síðastliðin ár. Verkefnið náði til mjög margra aðdáenda sem hafa beðið eftir Nocco varningi og gömlum bragðtegundum í langan tíma. Hér var því markmiðið að styrkja tengsl við núverandi viðskiptavini og sérstaklega þá sem eru okkur mjög nánir. 

Í gegnum tíðina höfum við einblínt á samfélagsmiðla í okkar markaðssetningu og hefur Instagram verið okkar helsti auglýsingamiðill. Við höfum farið nýjar leiðir undanfarið og opnað TikTok aðgang. Þar erum við að finna mikið fyrir nýjum markhópi ásamt auðvitað núverandi viðskiptavinum. 

Við reynum alltaf að gera eitthvað nýtt og spennandi á hverju ári og það skiptir okkur miklu máli að tengjast neytendum náið. Nýjar leiðir í því hafa verið einfaldlega að fara á stúfana og hitta viðskiptavini. Við fáum íþróttafólkið okkar í lið með okkur og keyrum um landið og hittum fólk, hvort sem það er í gegnum viðburðina okkar eða bara einfaldlega til að gefa þeim prufur af vörunni okkar. Þetta er mikilvægt tól í okkar tengingu við markaðinn.

Fjölskyldustemning

Hafið þið gert eitthvað skemmtilegt í ár til þess að styrkja brandið innanhúss?

Í ár héldum við upp á Nocco leikana sem röðuðust niður á 3 daga í júní. Hver dagur innihélt keppni milli starfsfólks en sem dæmi má nefna skrifborðsstóla stinger, borðtennis og pílu. Leikarnir enduðu svo á lokahófi. Starfsfólkinu var skipt niður í 4 lið og gekk út á að safna eins mörgum stigum til að vinna leikana. Í framhaldi ákváðum við að gera Nocco leikana af árlegri hefð til að byggja upp liðsanda og styðja við góðan móral. 

En annars er starfsfólkið okkar vel með á nótunum í öllu sem við gerum. Það er mikilvægt að allir séu hluti af ákvörðunum og stefnu vörumerkisins, bæði til skamms- og langtíma. Við erum lítið fyrirtæki með ríka fjölskyldu-menningu og það hafa allir stór hlutverk.

Bakhjarl afreksíþrótta

Hvað hefur Nocco gert í ár sem tengist sjálfbærni eða samfélagslegri ábyrgð?

Nocco er mjög stór styrktaraðili afreksfólks á Íslandi og við leggjum mikið upp úr nánu samstarfi við íslenskt íþróttalíf og styðjum afreksfólk það til góðra verka. Við leitum að afreksfólki sem eru góðar fyrirmyndir og við leggjum áherslu á að samstarf okkar sé alltaf til fyrirmyndar. Einnig höldum við viðburði og/eða styðjum viðburðarhald sem eflir heilsu og vellíðan fólks. Að hreyfa sig og stunda íþróttir er eitt það mikilvægasta sem við gerum og því skiptir það okkur miklu máli að styðja og hvetja fólk til almennrar heilsu.

Á meðan við erum stöðugt að bæta ferlana í okkar starfsemi losum við enn gróðurhúsalofttegundir, aðallega koltvísýring (co2). Efni, framleiðsla, flutningur og ísskápar valda stærstum hluta þess. Til að jafna þessa losun vinnum við með sérfræðingum og þriðja-aðila fyrirtækjum í verkefnum eins og Harinagar Sugar Mills Bio Energy í Indlandi, Safe Water í Mozambique og Rajashan Solar Energy í Indlandi. Við jöfnum alla losun á ársfresti og aðeins í gegnum verkefni sem eru samþykkt af Sameinuðu Þjóðunum og/eða eru með GullStaðals vottun.

BIV2022_merki_sv

Þann 8. febrúar verður þeim vörumerkjum sem þykja hafa skarað fram úr í stefnumiðaðari vörumerkjastjórnun veitt viðurkenning. 

Fleiri tilnefnd vörumerki

Smelltu á takkan hér fyrir neðan til þess að kynnast fleirum tilnefndum vörumerkjum!