BERLIN GERMANY FALL 2023 (1)-1

Með vali á BÍV22 vill brandr efla umræðu um mikilvægi góðrar vörumerkjastefnu. Útnefningu hljóta þau vörumerki sem skara framúr þegar horft er til stefnumiðaðrar vörumerkjastýringar. Ferlið byggir á akademískri og faglegri nálgun vörumerkjastjórnunar með staðfærslu sem þungamiðju.

Bleikt áfram

Orkan er tilnefnt til Bestu íslensku vörumerkjanna á einstaklingsmarkaði árið 2022. Í aðdraganda viðurkenningar athafnarinnar sem fer fram í byrjun febrúar munum við kynnast betur þeim vörumerkjum sem eru tilnefnd. Hér á eftir fylgja svör við nokkrum spurningum sem við lögðum fyrir Orkan.

ORKAN_logo_bleikt_m_stofum

Skýr staðfærsla

Hvað gerir vörumerkið Orkuna einstakt?

Við viljum helst nefna þrjá þætti sem gera vörumerki Orkunnar einstakt:
  • Staðfærsla Orkunnar á eldsneytismarkaði hefur verið skýr (og skærbleik) frá upphafi: Okkar loforð til viðskiptavina er að bjóða lægsta eldsneytisverðið í öllum landshlutum og í ákveðnum hlutum höfuðborgarsvæðisins.

  • Vilji til að þróa vörumerkið í takt við þarfir viðskiptavina og þær samfélagslegu breytingar sem við stöndum frammi fyrir á 21. öldinni.
    Orkan hefur á síðastliðnum árum vaxið úr því að vera (bara) vara í búðarborði Skeljungs yfir í sjálfstætt félag með skýran tilgang. Við erum viss um að með frábærum staðsetningum, góðum samstarfsaðilum, ásamt þeirri þekkingu og reynslu sem Orkan býr yfir í sambandi við ólíka orkugjafa - þá getum við uppfyllt loforð okkar um að einfalda líf viðskiptavina þegar kemur að því að bjóða orkugjafa fyrir kroppinn, heimilið og farartækið. Þessi vegferð er rétt að hefjast og erum við spennt fyrir framtíð Orkunnar í nýju hlutverki.

  • Áherslan á að nýta orkuna til góðra verka í auknu samstarfi við aðra.
    Með Orkulyklinum gerum við viðskiptavinum okkar kleift að styrkja góð málefni á borð við Bleiku slaufuna og að kolefnisjafna aksturinn í gegnum Votlendissjóð. Einnig leggjum við áherslu á að nýta betur lóðir Orkunnar fyrir endurvinnslu- og flokkunartunnur í samstarfi við Terra. 

Hámörkum upplifun

Hvað eruð þið búin að gera á þessu ári sem stendur upp úr?

Það sem er helst að frétta er að við skerptum enn frekar á verðstefnunni okkar – ódýrt allan hringinn, með áherslu á að bjóða lægsta eldsneytisverðið í öllum landshlutum og í ákveðnum hlutum höfuðborgarsvæðisins.

  • Við jukum samtalið við viðskiptavini okkar - með það að markmiði að fræða og leysa úr ábendingum á snjallari (og um leið skjótari) hátt.
  • Við héldum áfram að þróa Orkustöðvarnar en markmiðið er að skapa sem besta upplifun fyrir viðskiptavini okkar. Með aukinni samvinnu við fjölbreytt og flott vörumerki getum við boðið upp á betri vörur og þjónustu fyrir viðskiptavini okkar. 
  • Við, ásamt viðskiptavinum okkar, studdum þolendur átakanna í Úkraínu með því að gefa 5 kr. af hverjum seldum lítra þ. 10. mars. til Rauða Krossins. 
  • Í apríl var undirritað samkomulag við Reykjavíkurborg um að breyta Orkustöðinni við Fellsmúla í hleðslustöð fyrir rafknúin farartæki, þar með verður til fyrsta Orkustöðin sem selur ekkert jarðefnaeldsneyti. 
  • Við bjóðum nú rúðuvökva á dælu á fjórum stöðvum. Viðskiptavinir geta dælt þeim lítrum sem þörf er á hversu sinni. Dælan er einföld í notkun og umhverfisvænni valkostur en plastbrúsar. 
  • Við innleiddum jafnlaunvottun og hlutum viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar – hreyfiaflsverkefni FKA.

Meira en „bara“ bensín

Hverjar hafa verið helstu áskoranirnar á árinu?

Okkar helsta áskorun hefur verið hækkandi eldsneytisverð í heiminum og almenn óvissa í efnahagsmálum.

Einnig má nefna að 1.desember 2021 varð Orkan sjálfstætt félag og hefur árið 2022 farið í að aðskilja vörumerkin Orkan og Skeljungur með það að markmiðið að þróa hlutverk og stefnu Orkunnar. Við höfum því farið í miklar stefnumótandi aðgerðir. Því hafa fylgt nokkrar skipulagsbreytingar sem er alltaf áskorun.


Mikilvægast hefur verið að fastmóta fyrir hvað vörumerkið stendur og að við öll sem sem störfum í orkuliðinu vitum fyrir hvað það stendur og það hefur verið áhersla ársins 2022 að fastmóta það og kynna fyrir starfsmönnum. Núna er helsta áskorunin við uppbyggingu vörumerkisins að miðla áfram breyttri framtíðarsýn og loforði vörumerkis sem ætlar sér að vera meira en „bara“ bensín. Skilaboðin sem við viljum miðla til viðskiptavina er að Orkan veitir orku fyrir farartækið, kroppinn og heimilið.

_BIV_Viltu

Allt hefst með samtali

Hafið þið farið nýjar leiðir til að ná til núverandi eða nýrra markhópa?

Við sjáum fram á að þjónusta sífellt fjölbreyttari hópa viðskiptavina eftir því sem vöruframboð og þjónusta Orkunnar þróast.

Kjarninn í stefnu Orkunnar er aukin áhersla á að skapa samtal við núverandi viðskiptavini okkar. Til þess höfum við lagt áherslu á að nýta betur eigin miðla (t.d. samfélagsmiðla og heimasíðu) sem og bein samskipti á borð við tölvupósta. Við vorum fyrsta eldsneytisfyrirtækið til að bjóða stertilausar greiðslur á dælum með apple/google pay og við ætlum okkur að verða snjallari þegar kemur að því að þekkja og þjónusta viðskiptavini okkar, meira um það í vor 😉
Með því að nýta staðsetningar Orkunnar fyrir önnur vörumerki á borð við Brauð & Co., Gló og Lyfjaval  hafa skapast ný tengsl, beint og óbeint, við fjölbreyttari markhópa. Við höfum einnig nýtt bílalúgurnar okkar á óhefðbundinn hátt – fyrir apótek og bakarí sem dæmi og teljum við lúgurnar vera lið í að auka aðgengi fyrir hreyfihamlaða á stöðvunum. Við höfum lagt mikla áherslu á umhverfissmiðla og að ná til viðskiptavina á ferðinni þegar þörf er á Orkunni. 

Eins bjóðum við frítt kaffi fyrir þá viðskiptavini sem eru með orkulykilinn og kakó fyrir jólin sem mæltist mjög vel.

Bleikvæðingin

Hafið þið gert eitthvað skemmtilegt í ár til þess að styrkja brandið innanhúss?

Við höfum farið í töluverða brandvinnu og naflaskoðun samhliða stefnumótun og leggjum mikla áherslu á að starfsfólk okkar viti fyrir hvað Orkan stendur, hvernig karakter hún er og hverjar aðaláherslur eru hverju sinni. Fyrst og fremst hefur áherslan verið á að  auka upplýsingaflæði þvert á deildir.

Markaðsdeild vinnur náið með mannauðsdeild og eru tilkynningar til starfsmanna bleikvæddar og settar í orkumikinn tón. Litlu hlutirnir skipta líka máli að okkar mati og hvort sem það er tilkynning um flensusprautu sem er í boði fyrir starfsmenn eða plaggöt fyrir árshátíð þá eru allar tilkynningar í takt við allt annað sem vörumerkið segir og gerir – allt er brandað. 

Höfuðstöðvar Orkunnar voru „bleik-væddar“ á árinu og slagorð á borð við „Megi orkan vera með þér“ og „Orku-liðið“ byrjað að hljóma vítt og breitt á meðal starfsfólks.  

Það er áskorun að Orkan birtist sem heilsteypt vörumerki á þeim fjölmörgu snertiflötum sem hún kemur að. Það er þess vegna sem okkur finnst mikilvægt að starfsmannastefna og þjálfun sé byggð á grunngildum og tilgangi Orkunnar um að einfalda líf viðskiptavina.  

Rúðuvökvi, fótbolti og margt fleira

Hvað hefur Orkan gert í ár sem tengist sjálfbærni eða samfélagslegri ábyrgð?

Orkan leggur ríka áherslu á að sýna samfélagslega ábyrgð í verki. Við erum styrktaraðilar innan íþróttahreyfingarinnar og má þar helst nefna Orkumótið í Vestmannaeyjum í samtarfi við ÍBV. Mótið sem var haldið í 39. sinn 2022 er fyrir 6. flokk drengja en einnig erum við styrktaraðilar hjá liðum meistaraflokks. Það er sérstaklega gaman að nefna styrk sem við veittum tveimur ungum stúlkum, 15 og 16 ára, í Rally Cross þar sem konur eru í minnihluta.

Bleika slaufan er okkur hjartans mál en við höfum verið styrktaraðili átaksins í 16 ár. Við gerum viðskiptavinum okkar kleift að styrkja slaufuna allan ársins hring með því að tengja Orkulykilinn við Bleiku slaufuna . Árið 2022 hækkuðum við krónutöluna sem Orkan gaf per lítra, úr 3 kr. í 5 kr. á Bleika deginum.
Við bjóðum upp á rúðuvökva í dælum sem stuðlar að minni plast notkun. 

Á árinu gáfum við út jafnlaunastefnu Orkunnar og hlutum viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar – hreyfiaflsverkefni FKA.

Við höfum verið aðalstyrktaraðili Votlendissjóðs frá stofnun félagsins og gerum við viðskiptavinum okkar kleift að kolefnisjafna akstur sinn með því að endurheimta votlendi hér á landi.

Orkan og Terra hófu samstarf árið 2021 þar sem tilgangur verkefna hefur verið að nýta staðsetningar Orkunnar til að bjóða viðskiptavinum að losa sig við sorp á tilteknum stöðvum og einfalda þeim þannig lífið. 

BIV2022_merki_sv

Þann 8. febrúar verður þeim vörumerkjum sem þykja hafa skarað fram úr í stefnumiðaðari vörumerkjastjórnun veitt viðurkenning. 

Fleiri tilnefnd vörumerki

Smelltu á takkan hér fyrir neðan til þess að kynnast fleirum tilnefndum vörumerkjum!