BERLIN GERMANY FALL 2023 (1)-1

Með vali á BÍV22 vill brandr efla umræðu um mikilvægi góðrar vörumerkjastefnu. Útnefningu hljóta þau vörumerki sem skara framúr þegar horft er til stefnumiðaðrar vörumerkjastýringar. Ferlið byggir á akademískri og faglegri nálgun vörumerkjastjórnunar með staðfærslu sem þungamiðju.

„Borga minna -
Leika meira“

PLAY er tilnefnt til Bestu íslensku vörumerkjanna á einstaklingsmarkaði árið 2022. Í aðdraganda viðurkenningar athafnarinnar sem fer fram í byrjun febrúar munum við kynnast betur þeim vörumerkjum sem eru tilnefnd. Hér á eftir fylgja svör við nokkrum spurningum sem við lögðum fyrir PLAY.

play

Keppnisandi og breyttir tímar

Hvað gerir vörumerkið PLAY einstakt?

 PLAY starfar á markaði þar sem mikil samkeppni ríkir og máttur neytandans er mikill. Á slíkum markaði skiptir sköpum að mynda sérstöðu og hafa sterkt vörumerki og vörumerkjavitund. PLAY helgar sér svæði á markaði með loforði um að gera ferðalagið ódýrara, einfaldara og skemmtilegra í samræmi við mottó fyrirtækisins– „Borga minna - Leika meira!“ Keppnisandinn er einkennandi í nafni PLAY og drífur okkur áfram. Við leiðum samkeppnina, bjóðum ódýr fargjöld og höldum kostnaði á móti í lágmarki. Við bjóðum nýjasta vélaflotann sem stenst ströngustu öryggis- og umhverfiskröfur í flugsamgöngum í dag. PLAY synti gegn straumnum og boðaði breytta tíma í ásýnd áhafna með einkennisfatnaði flugliða þar sem. Fatnaðurinn endurspeglar gildin okkar, einfaldleika, leikgleði, keppnisanda, jafnrétti og stundvísi. Starfsfólki er frjálst að velja það sem hentar hverjum og einum og sá tími er liðinn að gerð verði krafa um háa hæla, bindi, hárgreiðslu og farða.

Breyttum nótt í dag og Start-up of the year

Hvað eruð þið búin að gera á þessu ári sem stendur upp úr?

Herferðin Noday sem kynnti Ísland sem spennandi vetraráfangastað. Verkefnið var tvíþætt: að búa til PR fyrir PLAY sem fær dreifingu í erlendum fréttamiðlum og byggja þannig upp vitund um vörumerkið og að fá erlenda ferðamenn til að horfa til Íslands sem vænlegs áfangastaðar á fyrstu mánuðum ársins. Í byrjun árs getur veðráttan á Íslandi verið nokkuð krefjandi og dagsbirtan af skornum skammti, og var hægt að tala um dagsbirtu í mesta skammdeginu, þessu séríslenska orði sem hugmyndin var að smíða á ensku: Noday. Í herferðinni breyttum við nótt í dag og lýstum upp helstu kennileiti Íslands í niðamyrkri. Erlendir blaðamenn komu til landsins og fékk herferðin mikla erlenda umfjöllun á stærstu miðlum.

Kosningapróf PLAY sem haldið var samtímis Alþingiskosningum og Eurovision-kosningum til að stækka póstlistann okkar og kynna áfangastaðina, vörurnar í glænýrri verslun hjá nýjum aðila á markaði. Heppinn kjósandi vann ótakmarkað flug til allra áfangastaða í heilt ár og póstlistinn óx um ca. 20% sem var tífalt á við upphafleg markmið.

PLAY var valið “Start up airline of the year” á CAPA ráðstefnunni í Gibraltar á árinu, en tilnefnd voru 25 mjög álitleg flugfélög og mikill heiður fyrir okkur að hljóta þessi verðlaun.

Heimsfaraldur og hækkandi olíuverð

Hverjar hafa verið helstu áskoranirnar á árinu?

Helstu áskoranir ársins voru Covid, óvissuástand og hækkandi olíuverð í kjölfari stríðsástands í Úkraínu. Þá voru einnig krefjandi aðstæður í byrjun árs þegar Ómíkron afbrygði COVID herjaði á með enn einni bylgjunni af faraldri. PLAY hefur þrátt fyrir fordæmalausar og mjög krefjandi aðstæður á ferðaþjónustumarkaði, þar sem gríðarlegar skorður hafa verið settar settar á samgöngur ásamt mikilli óvissu og verhækkunum á olíu, náð um 35% markaðshlutdeild á íslenskum markaði á árinu.

_BIV_Viltu

Stækkandi póstlistar

Hafið þið farið nýjar leiðir til að ná til núverandi eða nýrra markhópa?

Við settum í loftið herferðir á Íslandi, Evrópu og Bandaríkjunum til þess að stækka póstlista okkar þar sem við sjáum að töluvert af sölunni okkar kemur einmitt í gegnum póstlistana. Við kynntum áfangastaði PLAY og buðum fólki að skrá sig á póstlistann okkar til þess að eiga tækifæri til þess að vinna “Golden Ticket” en sá miði gefur frítt flug í heilt ár. Herferðin gekk vel og samanlagt stækkuðum við póstlistann okkar um 35%.

Annars höfum við farið nokkuð hefðbundnar leiðir í markaðsaðgerðum enn sem komið er á meðan við byggjum upp vitund og traust á vörumerkinu.

Kúltúrinn skapaður með samvinnu

Hafið þið gert eitthvað skemmtilegt í ár til þess að styrkja brandið innanhúss?

Kúltúr er stór hluti af PLAY brandinu. Að skapa umhverfi og kúltúr þar sem ekkert er sjálfsagðara en að fólk sé það sjálft, komi sínum skoðunum og hugmyndum á framfæri, þori að takast á og þori að gera mistök. Á árinu héldum við stóra vinnustofu þar sem öllum starfsmönnum félagsins var boðið, farið var yfir starfsemi og áskoranir allra deilda, deildir unnu saman  að verkefnum og hugmyndum,  kúltúrinn og mikilvægi hans á félagið og brandið var rætt og skoðað og allir komu saman að mótun og hugmyndum til að taka áfram.

Umhverfisbókhald, kolefnisjöfnun
og
stór markmið

Hvað hefur PLAY gert í ár sem tengist sjálfbærni eða samfélagslegri ábyrgð?

Í Sjálfbærniskýrslu Play fyrir árið 2021 var fyrsta umhverfisbókhald félagsins birt ásamt sjálfbærnistefnu og lykilmælikvörðum sem Play hefur markað sér í sjálfbærnitengdum málum. Í mars hóf Play samstarf við Klimate.co til að bjóða farþegum upp á möguleikann á að kolefnisjafna flugferðina sína. Á árinu 2022 var unnið að því að byggja upp innviði fyrirtækisins með því að byrja að innleiða verkefni sem snerta á stjórnar- og félagsþáttum félagsins, t.a.m. má nefna viðhald á innri samskiptum, 96,76% starfsmanna staðfestu að þau fylgja siðareglum í starfi og framkvæmdar voru reglulegar vinnustaðagreiningar. Einnig var sett á laggirnar formföst umgjörð um mannauðsmál, jafningjastuðningskerfi, leiðtogaþjálfum og fræðsludagskrá til tveggja ára. Þegar horft er til umhverfisþátta þá eru græn flug ein helsta áhersla í sjálfbærnistefnu okkar en við fljúgum einungis á Airbus neo flugvélum sem eru eldsneytishagkvæmnarri og jafnframt hljóðminni en eldri týpur af Airbus flugvélum. Það eru mörg verkefni í startholunum og hlökkum til að ná þeim stóru markmiðum sem við höfum sett okkur.

BIV2022_merki_sv

Þann 8. febrúar verður þeim vörumerkjum sem þykja hafa skarað fram úr í stefnumiðaðari vörumerkjastjórnun veitt viðurkenning. 

Fleiri tilnefnd vörumerki

Smelltu á takkan hér fyrir neðan til þess að kynnast fleirum tilnefndum vörumerkjum!