BERLIN GERMANY FALL 2023 (1)-1

Með vali á BÍV22 vill brandr efla umræðu um mikilvægi góðrar vörumerkjastefnu. Útnefningu hljóta þau vörumerki sem skara framúr þegar horft er til stefnumiðaðrar vörumerkjastýringar. Ferlið byggir á akademískri og faglegri nálgun vörumerkjastjórnunar með staðfærslu sem þungamiðju.

Vörumerki sem upphefur íslenska baðmenningu

Sky Lagoon er tilnefnt til Bestu íslensku vörumerkjanna á einstaklingsmarkaði árið 2022. Í aðdraganda viðurkenningar athafnarinnar sem fer fram í byrjun febrúar munum við kynnast betur þeim vörumerkjum sem eru tilnefnd. Hér á eftir fylgja svör við nokkrum spurningum sem við lögðum fyrir Sky Lagoon.

Sky Lagoon

Unnum hug og hjörtu íslenska markhópsins

Hvað gerir vörumerkið Sky Lagoon einstakt?

Hvort sem það er á Íslandi eða annars staðar í heiminum eru eftirsóknarverðustu staðirnir fyrir ferðfólk þeir staðir sem eru einnig sóttir af heimafólki. Íslendingar eru mikilvægasti markhópur Sky Lagoon, vörumerkis sem upphefur íslenska baðmenningu á fágaðan, nýjan og nútímalegan hátt. Þá viljum við vera vörumerkið og staðurinn sem Íslendingar eru stoltir af og mæla með við erlenda gesti. Fyrsta skilgreinda markmið okkar var að vinna hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar. Tilgangurinn er markþættur og hefur árangur okkar á þessu sviði farið langt fram úr markmiðum. Ein bein afleiðing er viðskipti Íslendinga við Sky Lagoon en óbein afleiðing er hinsvegar sú að heimafólk er duglegt að mæla með Sky Lagoon til erlendra ferðamanna. 

Að standa fyrir vörumerki og upplifun sem styður og höfðar til, að jöfnu, heimafólks og ferðamanna er og verður elífðar verkefni en er jafnframt verkefni sem við tökum opnum örmum og hlökkum til að leysa, endurskilgreina og taka enn lengra.

Sterka kvenröddin, töfrandi hljóðheimur og Bachelor þáttaröðin

Hvað eruð þið búin að gera á þessu ári sem stendur upp úr?

Svo ótal margt en til meðal annars var það að Sky Lagoon eignaðist rödd og tónstef og á vordögum var lagst í tökur á sjö skrefa Ritúal myndbandi Sky Lagoon. Tilgangur þess var að kynna betur baðmenningu Íslendinga og heilandi áhrif hennar fyrir hinum almenna ferðamanni.  Daníel Takefusa og Elín Metta fóru með hlutverk pars sem fór í gegnum Ritúalið, Högni í Hjaltalín skapaði tónlistina og Þuríður Blær las fyrir okkur textann. Þar fundum við bæði tónstefið okkar sem og réttu röddina sem fylgt hefur okkur við hvert verkefni síðan. Að eignast hlýja en sterka kvenrödd og töfrandi hljóðheim, sem kemur huganum í lónið þar sem himinn og haf renna saman, var gríðarlega mikilvægt skref fyrir vörumerkið. Árinu lauk svo með því að myndbandið, sem er 100 sekúndur, var sýnt í kringum Áramótaskaupið með nýjum áherslum og íslenskum lestri við dásamlegar viðtökur.

Bachelor þáttaröðin sótti Sky Lagoon heim þegar Clayton og Susie áttu þar leynilegt stefnumót. Uppskeran var ómetanlegur sýnileiki fyrir Sky Lagoon um allan heim. Frumsýning hér á landi var unnin í samstarfi við Símann þar sem hörðum aðdáendum var boðið að fylgjast með Íslandsævintýrinu á stórum skjá ofan í lóninu. Þeirri stund munum við seint gleyma.


Fjöldatakmarkanir

Hverjar hafa verið helstu áskoranirnar á árinu?

Maður er fljótur að gleyma að það var 2022 sem við vorum með 10 manna fjöldatakmarkanir. Frá opnun sem og fyrri hluti ársins einkenndist af þessari stöðu og í slíku umhverfi er sífellt verið að endurskoða markaðsáætlanir og aðgerðir. Þar höfum við þurft að svara mörkuðum hratt og færa áherslur á milli. Þar höfum við náð árangri og settum markmiðum með því að hreyfa okkur hratt, leitað skapandi leiða og gripið þau tækifæri sem gefast. 

Hægari fjölgun gesta var þó einnig gott tól sem aðstoðaði okkur við að finna réttan takt við fjölda gesta og höfum við verið að draga saman á hverjum tíma til að gæta þess að hver og einn gestur njóti sín enn betur og til fulls.

_BIV_Viltu

Fleiri herferðir, viðtöl við neytendur og eftirfylgni

Hafið þið farið nýjar leiðir til að ná til núverandi eða nýrra markhópa?

Kortlagning ferðalags okkar gesta, heimafólks sem ferðamanna, hefur reynst ómetanlegt tól til að fylla inn í og stofna til áhuga. Við höfum séð að heimamarkaðurinn þarf stöðuga áminningu og hraðari efnisskiptingi og unnið hart að því að sinna því. Fleiri herferðir fyrir heimamarkað fóru í loftið 2022 en 2021 og verða enn fleiri á árinu 2023.  Á erlendum markaði snerist árið 2022 að miklu leiti um að fínstilla samtöl við hvern markað. Ung kona frá Bandaríkjunum kann að sjá til okkar á TikTok en þýskur ferðlangur á miðjum aldri mun lesa um okkur í blaðagrein um borð Lufthansa sem flýgur frá 35 áfangastöðum í Þýskalandi til Íslands. Þessi aðgreining og staðsetningar eru engin tilviljun heldur byggðar á þeirri vitneskju sem við höfum aflað okkur til dæmis með spurningakönnunum á Keflavíkurflugvelli og samtölum við okkar gesti. 

Frá því að neistinn kveiknar á stafrænum- og samfélagsmiðlum, við lestur á jákvæðri umfjöllun fjölmiðla um allan heim eða með framkomu í vinsælum erlendum þáttaröðum eins og The Bachelor og The Flight Attendant fylgja markaðsaðgerðir Sky Lagoon ferðafólki vel eftir í hverju skrefi. Við birtumst þeim í fluginu til landsins, við lendingu og á farangurbeltinu. 

Við fylgjum eftir í öllum helstu prentmiðlum og á auglýsingaskiltum. Með geo-staðsetningar auglýsingum minnum við svo á nálægðina og erum þannig stöðugt efst í huga. 

Leitum að sköpunarkrafti frá teyminu okkar

Hafið þið gert eitthvað skemmtilegt í ár til þess að styrkja brandið innanhúss?

Við höfum lagt okkur fram við að frumsýna efni innahúss áður en það fer í loftið, leitast eftir hugmyndum, endurgjöf og sköpunarkrafti frá teyminu og sett af stað nokkrar þessara hugmynda. Þannig finnst okkur heildin eflast bakvið vörumerkið og finna sér stað innan þess. Eitt þessara dæma er Hinsegin fögnuður Sky Lagoon en Sky Lagoon hefur frá opnun lagt mikið upp úr því að bjóða öll jafn velkomin og viljað sýna stuðning bæði í verki, sem og í leik. Yfir Hinsegin Daga nýttum við tækifærið til að breyta og bæta okkar þjónustu, strengja okkur hinsegin heit og halda litríka pop-up viðburði. Þar gafst teyminu tækifæri á að skreyta sig regnbogalitunum, breyta fornöfnum á nafnspjöldum og undirskriftum, sigla kayak í hinsegin skrúðsiglingunni okkar og síðasta skrefið var að koma saman til að bjóða ungmennahóp samtakanna ’78 að koma og njóta lónsins í gegnum kynlausu klefana fyrir opnun. Starfsteymið tók virkan þátt og sýndi bæði samhug og stolt yfir því að taka þátt í verkefninu.

Mikilvægt að lifa í sátt og samlyndi við náttúru og menn

Hvað hefur Sky Lagoon gert í ár sem tengist sjálfbærni eða samfélagslegri ábyrgð?

Sky Lagoon teymið trúir af einlægni á mikilvægi þess lifa í sátt og samlyndi við náttúru og menn og teljum það okkar skyldu að taka ríkan þátt í uppbyggingu samfélags. Sem nýtt fyrirtæki höfum við leitað leiða til að leggja okkar að mörkum þrátt fyrir takmarkað fjármagn. Þannig höfum við verið dugleg að bjóða til okkar hópum og félögum sem þurfa á rólegri stund að halda. Þar má telja Píeta samtökin, Kraft, Kvennaathvarfið, Landspítala, Mía Magic, skipulagsnefnd Hinsegin daga og svo mætti lengi telja. Við höfum einnig lagt sérstaka áherslu á að styðja við hinsegin samfélagið og verið í samstarfi við Samtökin ´78 og Hinsegin daga við þá vinnu.

Fyrsti stóri viðburðurinn sem haldinn var í Sky Lagoon voru góðgerðartónleikar á vegum 1818 góðgerðarfélags en þar gáfu bæði listamenn og skipuleggjendur sína vinnu og staðargjald til styrktar Rjóðursins. Árið 2022 voru tónleikarnir endurteknir en þá var Mánaberg styrkt, sem er úrræði á vegum barnaverndar.

Um jólin stofnuðum við svo til samstarfs við Kolvið kolefnissjóð en hver seld gjafaaskja rann óskert til þeirra og samsvarar einu plöntuðu tré. Við hlökkum til að sjá það samstarf vaxa og dafna. 

BIV2022_merki_sv

Þann 8. febrúar verður þeim vörumerkjum sem þykja hafa skarað fram úr í stefnumiðaðari vörumerkjastjórnun veitt viðurkenning. 

Fleiri tilnefnd vörumerki

Smelltu á takkan hér fyrir neðan til þess að kynnast fleirum tilnefndum vörumerkjum!