BERLIN GERMANY FALL 2023 (1)-1

Með vali á BÍV22 vill brandr efla umræðu um mikilvægi góðrar vörumerkjastefnu. Útnefningu hljóta þau vörumerki sem skara framúr þegar horft er til stefnumiðaðrar vörumerkjastýringar. Ferlið byggir á akademískri og faglegri nálgun vörumerkjastjórnunar með staðfærslu sem þungamiðju.

Herregud!

Svens er tilnefnt til Bestu íslensku vörumerkjanna á einstaklingsmarkaði árið 2022. Í aðdraganda viðurkenningar athafnarinnar sem fer fram í byrjun febrúar munum við kynnast betur þeim vörumerkjum sem eru tilnefnd. Hér á eftir fylgja svör við nokkrum spurningum sem við lögðum fyrir Svens.

image001

Persónan Sven
Hvað gerir vörumerkið Svens einstakt?

Það sem aðgreinir okkur frá samkeppninni er fyrst og fremst Sven sjálfur. Okkur finnst mikilvægt að hafa „talsmann“ — andlit út á við sem á í samtali við okkar markhóp. Eftir því sem aðilum á okkar markaði fjölgar, því erfiðara verður fyrir viðskiptavini að greina á milli þeirra, en það er okkar trú og tilfinning að Sven nái alltaf, af fyrrnefndum ástæðum, að skera sig úr.

Bætum umgengi varðandi nikótínpúða

Hvað eruð þið búin að gera á þessu ári sem stendur upp úr?

Við settum tvær herferðir í loftið. Aðra til að hvetja til bættrar umgengni í tengslum við okkar vöru og hina til að byggja undir Sven, talsmann okkar, sem áhrifavald á samfélagsmiðlum. Sven er tískumiðaður nútímamaður sem lifir spennandi lífi og við teljum að hann geti náð miklu flugi.

Stafrænar lausnir

Hverjar hafa verið helstu áskoranirnar á árinu?

Að setja í loftið app fyrir Android og nýja vefverslun Svens, sem auðveldar viðskiptavinum okkar að nálgast vöruflóruna og sparar þeim sporin.

_BIV_Viltu

Viðskiptavinurinn í fyrirrúmi og aukið aðgengi að vörum

Hafið þið farið nýjar leiðir til að ná til núverandi eða nýrra markhópa?

Við höfum komið appi fyrir Android og nýrri vefverslun Svens í gagnið, og náð þannig til viðskiptavina „úr alfaraleið“. Sá hópur getur nú pantað vörur okkar á netinu og fengið þær sendar hvert á land sem er. Þetta er að sjálfsögðu líka þægindaauki fyrir núverandi viðskiptavini, þar sem verslun fer í síauknum mæli fram á netinu.

Metnaður, þjónustugæði og félagslíf

Hafið þið gert eitthvað skemmtilegt í ár til þess að styrkja brandið innanhúss?

Svens efnir til keppni á milli verslana til að auka metnað, tengja saman starfsfólk sem hittist sjaldan og bæta gæði þjónustunnar við viðskiptavini. 

Koddaslagur

Hvað hefur Svens gert í ár sem tengist sjálfbærni eða samfélagslegri ábyrgð?

Við efndum til hreinsunarátaksins „Koddaslagur Svens“ sem var vitundarvakning með það að markmiði að hvetja viðskiptavini til að taka höndum saman „gegn hvítu rusli“, að ganga vel um almannarýmið og skilja ekki eftir nikótínpúða á víðavangi að lokinni notkun. Slæm umgengni tengd vörunni, sama af hverjum hún er keypt, kemur óorði á allan hópinn og því er mikilvægt að vekja fólk til umhugsunar og sporna við þessu með öllum leiðum. Við höfum notað pappírs umbúðir í vefverslun okkar frá upphafi og við hófum líka það ferli að skipta alfarið yfir í rafmangsbíla.

BIV2022_merki_sv

Þann 8. febrúar verður þeim vörumerkjum sem þykja hafa skarað fram úr í stefnumiðaðari vörumerkjastjórnun veitt viðurkenning. 

Fleiri tilnefnd vörumerki

Smelltu á takkan hér fyrir neðan til þess að kynnast fleirum tilnefndum vörumerkjum!