Fimmtudaginn 9. mars mun brandr í samstarfi við Saffron vörumerkjastofu halda fund um áfangastaði sem vörumerki. Einnig verður komið inn á hvernig Metaverse getur breytt framtíðarlandslagi þegar kemur að ferðalögum.
Við munum fá að heyra einstaka umfjöllun um áfangastaði sem vörumerki sem verður m.a. byggð á innsýn Saffron á vörumerkjavog borga og landa sem hefur verið keyrð árlega frá árinu 2008. Þar að auki munum við fá innsýn í hvað ber að varast ásamt því hvað hefur reynst árangursríkt við að gera borgir eða lönd að vörumerkjum.
Sigurbjörg Ólafsdóttir, forstöðumaður á fyrirtækja- og fjárfestingabankasviði Arion banka opnar fundinn. Þar á eftir hlýðum við á erindi frá Gabor Schreier, hönnunarstjóra Saffron og Ben Knapp, framkvæmdastjóra stefnumótunar markaðs- og þróunarsviðs Saffron. Þar á eftir mun Dr. Friðrik Larsen, eigandi og stofnandi brandr stýra umræðu í panel með viðmælendunum þrem.
Fundurinn fer fram í fyrirlestrarsal Arion banka, Borgartúni 19.
Húsið opnar kl. 8:30 þar sem boðið verður upp á morgunkaffi. Viðburðurinn hefst stundvíslega kl. 9.00.
Aðgangur er ókeypis en takmarkaður fjöldi sæta er á viðburðinn. Skráðu upplýsingarnar þínar hér fyrir neðan til að tryggja þér sæti.